Kristin Dýrfjörð

Leikur með vír

imageAð leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það reynir heilmikið á litla putta að beygja og móta vírinn í þá átt sem vilji er til. Það reynir ekki síður á athylgi barna og að þau læri að vara sig á oddhvössum vírnum,  það er nefnilega hægt að stinga sig illilega. Oft er gott að byrja með pípuhreinsa, sem nú er hægt að fá í ýmsum litum og þeir mismunandi loðnir.  Pípuhreinsar henta einstaklega vel með yngri börnum og svo er hægt að vera með perlurpípuhreinsar 2 ved og og rær og ýmislegt annað tilfallandi til að þræða upp á þá.

 

image

Vírinn er líka misjafn eins og tegundir og innihald er misjafnt. Af sumum  tegundum vírs verða puttar skítugir, aðrar láta illa af stjórn og svo er vír mismunandi stífur. Það er til vír sem er of linur til að vera uppistaða í þrívíð verk þó hann henti til að vinna inn í verkið og annar sem er of stífur til að láta vel af stjórn þegar móta á úr honum með litlum höndum.

Verkin sem hægt er að móta úr vírnum er eins fjölbreytt og víð og hugmyndaflugið. Vírverk er líka hægt að nota í leik með ljós og skugga, skoða hvernig skuggavarp vírsins verður í rýminu. Hvort heldur sólarljósið, myndvarpi eða góð pera er notuð. Það er hægt að tengja vírverkin við skuggaleikhús, búa til persónur og leikendur, sviðsmynd og margt fleira.

Á Pinterest síðu sem ég held utan um eru margar hugmyndir til að vinna með vír og pípuhreinsa.

Með færslunni lét ég fylgja myndir af víverkum og samspili vírs og ljóss. Seinna bæri ég e.t.v. inn myndum af verkum gerðum úr pípuhreinsum.

imageimageimageimage

 

 

 

 

 

Tags: , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar