Leikskólinn í spegli Evrópu (2016)
Nú er komin út ný skýrsla frá Eurydice en hér er um að ræða bakgrunnsupplýsingar um allt skólakerfið frá leikskóla til háskóla (og svo tengsl við atvinnulífið). Minn áhugi beindist að leikskólanum og ég ákvað að taka þær myndir sem birtust í þeim kafla og setja inn í þessa færslu. Á það ber að benda að Eurydice bendir á nokkur atriði sem mikilvæg þegar rætt er um gæði í starfi leikskóla. Þau eru. Aðgengi, samsetning og menntun starfsmannahópsins, námskrá/mat/eftirlit fjármögnun kerfisins, að börn séu ú raun virkir þátttakendur í eigin námi og að lokum að foreldrar eru helstu og bestu samverkamenn leikskólans og samvinna við þá er lykilatriði í skilgreiningum sem og til að ákveða hvort leikskóli stendur undir hugtakinu gæði (Eurydice, 2016).
En þá er vert að líta á stóru myndina hvar stöndum við í samhengi við aðrar þjóðir á þeim mælikvörðum sem lagðir eru og hefur staða okkar breyst frá síðustu könnun 2014. Í heildina hefur lítið breyst. Við erum nokkurn veginn í sömu sporum og þegar skýrslan 2014 var birt, en reyndar var sú skýrsla umfangsmeiri. (Athugið að smella á viðkomandi mynd til að stækka hana).
1. Aldur sem börnum er tryggður aðgangur að leikskólum. Eins og sjá má á myndinni er börnum á Íslandi ekki tryggður aðgangur að leikskólum með lögum.
2. Menntun starfsfólks, hé er verið að skoða hvort að alla vega lögum samkvæmt einn starfsmaður með börnum sé með kennaramenntun (minnst 3ja ára háskólanám). Hér stöndum við vel lagalega, á Íslandi eiga lögum samkvæmt 2/3 hluti starfsfólks með börnum að vera með leikskólakennaramenntun. Tölur Hagstofunnar segja okkur síðan að við eigum víða langt í land með að ná þessu markmiði í öllum leikskólum.
3. Símenntun og starfsþróun. Á Íslandi er engin lagalegskylda að ástunda símenntun og eða starfsþróun. Hinsvegar er vert að benda á að hér eru mjög öflugir endurmenntunarsjóðir hjá stéttarfélögum og launahækkanir eru bundnar við endurmenntun. Þá má líka benda á að hér eru ágætir sprotasjóðir sem leikskólaar geta sótt í til að sinna verkefnum sem fela í sér starfsþróun.
4. Opinber námskrá. Á þessum sviði stöndum við líka vel, hér hafa verið opinberar námskrár fyrir leikskóla í áratugi, sú fyrsta er að mínu mati Uppeldisáætlun, sem kom fyrst út 1986.
5. Stuðningur við mál. Samkvæmt skýrslunni er stuðningi við mál sinnt hérlendis fyrir börn undir og yfir 3ja ára. Bæði hjá börnum sem eiga í erfiðleikum og hjá börnum sem eru með íslensku sem annað mál. Hinsvegar sinnum við ekki móðurmáli barnanna en samkvæmt fræðum væri það mjög til bóta og styddi við börnin íslenskulega.
6. Stuðningur við foreldra. Hér er Ísland með autt blað. En eins og fram kom í innganginum hér að framan er samstarf við foreldra talið vera eitt helsta merki um gæði í leikskólastarfi. Nú veit ég að þessum þætti er sinnt í mörgum og ef ekki allflestum leikskólum. Hinsvegar þarf að gera það sýnilegt og augljóslega þarf ráðuneytið að kalla eftir slíkum upplýsingum og setja á einhvern hátt inn í reglugerðir til að geta svarað þegar eftir er kallað.
Heimild: European Commission/EACEA/Eurydice, 2016. Structural Indicators for Monitoring Education and Training Systems in Europe – 2016. Eurydice Background Report to the Education and Training Monitor 2016. Eurydice Report. Luxembourg: Publications Office of the European Union.
Sorry, the comment form is closed at this time.