Öll störf eru kvennastörf en skammist ykkar þið sem veljið þessi sígildu
Stundum þegar ég les að öll störf séu kvennastörf (og merkingin er að störf sem einu sinni voru talin karlastöf séu kvennastörf) og leiðin sé að brjóta upp kynbundið nám og starfsval, velti ég fyrir mér hvort ég sem hef valið mér hefðbundið kvennastarf eigi að skammast mín fyrir það val. Hvað skilaboð erum við að senda út til þeirra sem velja hefðbundin „kvennstörf“ og nám sem leitðir til slíkra starfa? Að þau séu minna virði alla vega ekki jafn fín og önnur störf? Ég man þegar ég fór á einhverja jafnréttisráðstefnu fyrir nokkrum árum þar sem fjallað var um leiðir til að fjölga stelpum í raunvísindum – fá „bestu námstúlkurnar“ þangað, leið mér illa, ég vil nefnilega fá þær í leikskólann, af því að ég trúi því statt og stöðugt að þar sé virkilega þröf fyrir hugsandi, vel menntað og vel gefið fólk (og vel gefið er hér skilgreint víðara en háar einkunnir á lokaprófum).
Ég held að eina leiðin til breytinga sé að lyfta því sem við höfum kallað kvennastörf á háan stall, gera þau störf efitsóknarverð og vel borguð.
Í tengslum við sömu umræðu hef ég nokkrum sinnum á undanförnum árum séð auglýsta námsstyrki, oft er verið að hvetja konur til að koma í tæknigeirann, það verður ekki allt vitlaust, En þegar hvatt er til að karlar komi í kvennageira, heyrast ýmsar undarlegar athugasemdir.
Kristín
Sorry, the comment form is closed at this time.