Kristin Dýrfjörð

Foreldrasamtöl – almennt

Kristín Dýrfjörð. Færsla 1

Í næstu færslum ætla ég að skrifa smávegis um foreldrasamtöl, byggt á gömlu kennsluefni. ég fjalla um mismunandi gerð samtala og hvernig er mögulegt að byggja þau upp. Frá því að aðalnámskrá kom út 1999 hefur hugtakið samtal verið notað, samt er afar algengt að heyra minnst á foreldraviðtöl. En hver er meginmunurinn. Sem dæmi þá taka blaðamenn viðtal við viðmælendur, þar sem það falast eftir ákveðnum viðhorfum eða reynslu. Þeir taka viðtöl, sem yfirleitt eru einstefnu. Samtal aftur miðast að meira jafnvægi á milli aðila. Þar á sér stað samræða sem báðir/allir þátttakendur miðla á milli sín. Í lýðræðisanda var því ákveðið að nota foreldraSAMTÖL en ekki viðtöl í aðalnámskrám.

Mismunandi tegundir samtala 

  • 1 Fyrsta samtalið þegar barnið byrjar í leikskóla. 
  • 2. Reglubundið foreldrasamtal. Hérlendis er algengast að það sé einu sinni til tvisvar á ári. 
  • 3. Samtal þegar að barnið er að hætta og fara í skóla oft nefnt skilafundur
  • 4. Krísusamtal. 

Hver tegund foreldrasamsamtals þjónar mismunandi tilgangi, en allar tegundir hafa það sem markmið að gera líf barnsins betra innan og utan leikskólans. Eins og sýnt er hér að neðan eru markmið foreldra og leikskólans gjarnan ólík. Leikskólinn hugsa út frá þörfum barnsins bæði einstaklingslega og sem hluti af barnahópnum. Á meðan foreldrar hugsa fyrst of fremst um sitt eigið barn. Samtölum er ætlað að skapa sameiginlega mynd, til að styrkja og styðja barnið.

Sameiginleg markmið foreldrasamtala

  • Að foreldrar og leikskólakennarar kynnist barninu betur. 
  • Að foreldrar og leikskólakennarar kynnist hvort öðru. 
  • Að ræða og draga fram í dagsljósið mismunandi skoðanir og væntingar. Leikskólinn er opinber stofnun þar sem uppeldi og menntun barna fer fram í hópi barna. Foreldrar hafa margar skoðanir og væntingar sem stundum er hægt að mæta og stundum er það illmögulegt. Að ræða sama um væntingar skiptir miklu máli.
  • Að ræða hvernig best er að mæta þörfum barnsins. Hvað þurfa foreldrar að gera og hvað þarf leikskólinn að gera, hvernig er hægt að sinna þörfum barnsins í sátt.
  • Að skapa traust og gagnkvæman skilning. Þegar fjallað er um krísusamtöl síðar er áherlsa á að eiga og byggja upp gott foreldrasamstarf frá því að fyrstu samskipti við foreldra og leikskóla hefjast.
  • Átt sig á að aðlögun er gagnkvæmt ferli.

Ábyrgð leikskólakennara 

  • Á ábyrgð leikskólakennara að foreldrasamtalið fari vel fram. 
  • Báðir aðilar upplifi að þeir séu bæði í því hlutverki að segja frá og að hlusta.  
  • Átt sig á að tilfinningar blandast oft inn í samtölin, bæði hjá leikskólakennurum og foreldrum. Það þarf að viðurkenna og vinna með.
  • Foreldrar hafa aðra sýn á barnið en leikskólakennarinn og þeir koma fram í samræmi við það. Þetta er barnið þeirra.

 Sýn foreldra á barnið 

  • Mikilvægast í fyrsta samtalinu. 
  • Skapa heillega mynd af barninu og fjölskyldu þess. 
  • Foreldrar áhyggjufullir/stressaðir að barnið sé að byrja í leikskóla. 
  • Jákvætt fyrir foreldra ef leikskólakennarinn sýnir áhuga á barninu og spyrji um það. 
  • Ef leikskólakennarinn lítur á barnið sem sjálfstæða mannveru með eigin persónuleika þá upplifa foreldrar leikskólann jákvæðan og þeir verða öruggari í því að skilja barnið eftir. 

 Sýn foreldrana á starf leikskólans með tilliti til þarfa þeirra eigin barns 

  • Kanna hug foreldrana. 
  • Spyrjið um hvernig barninu líði heima. 
  • Athugið hvort foreldrarnir hafi einhverjar spurningar sem þeir vilja fá svör við varðandi leikskólann. 
  • Það er mikilvægt að leikskólakennarinn temji sér að hlusta og fari ekki í vörn.  
  • Þó svo að leikskólakennarinn sé ekki sammála foreldrinu má hann ekki gera lítið úr áhyggjum eða jafnvel ásökunum þess. Muna að hlusta.
  • Það er líklegt að foreldrar sem upplifa það að á þá sé hlustað og tekið mark á þeirra sjónarmiðum séu tilbúnari til að hlusta og taka mark á því sem leikskólakennarinn hefur fram að færa.  
  • Leikskólakennarar eyða oft miklum tíma og orku í að hugsa um hvernig þeir eigi að taka upp erfið mál við foreldrana. Með því að gefa foreldrunum fyrsta orðið og spyrja um þeirra áhyggjur er það algengara en ekki að foreldrarnir bryddi af fyrra bragði upp á þessum erfiðu málum.  

Í samtalinu skiptir máli

  • Mikilvægt að þekkja barnið vel. 
  • Hvert barn hefur sínar jákvæðu hliðar – hvert einasta. 
  • Samtalið á alls ekki og má alls ekki bara snúast um vandamál og vandræði eða veikar hliðar barnsins. 
  • Leikskólakennarar eiga ekki að venja sig á að einblína á vanmátt barna heldur á mátt þeirra og megin.
  • Greina frá því hvernig barnið bregst við í einstökum tilfellum eða við ákveðnar aðstæður. Sem dæmi þegar það er á leiðinni út, í fatherberginu eða þegar það er að borða, ef það lendir í árekstri, hvernig er það sem vinur. Hverja leikur barnið sér við hvað heita leikfélagarnir. Gefa dæmi.
  • Hvernig ætlar leikskólinn að tryggja það að barnið þroskist og dafni? Flestir foreldrar vilja gjarnan vita hvað þeirra barn hefur fyrir stafni í leikskólanum. 
  • Mikilvægt að gefa  greinagóðar lýsingar og afdráttarlaus svör svo að það sé öruggt að foreldrarnir misskilja ekki.   
  • Óþægilegum upplýsingum á ekki að pakka svo vel inn að foreldrarnir skilja þær ekki, sú hætta þá fyrir hendi að þegar það verður að útskýra við hvað er átt kemur demba yfir foreldrana. Orða hlutina vel en ákveðið.
  • Skráning gott tæki fyrir leikskólakennarann til að gefa innsýn í líf barnsins í leikskólanum. Mæta með skráningu og deila með foreldrum. Nota sem samtalstæki.
  • Undirstinga foreldrana. Vera búin að búa þá undir, og ef þarf að ræða erfið mál ekki draga foreldra á t.d. tímasetningum, best að klára sem fyrst. Annars byggist upp spennu á báða bóga.
  • Ef traust er á milli foreldra og starfsfólks leikskóla, þá er auðveldara að koma erfiðum upplýsingum á framfæri.   
  • Nauðsynlegt fyrir foreldra að fá heildarmynd af barninu. Foreldrar eru jú einu sinni þeir aðilar sem bera ábyrgð á barninu.
  • Það er mikilvægt að taka mið af aldri og þroska barnsins. 

Lítil saga

Fyrir mörgum árum var foreldrasamtal í leikskólanum þar sem ég starfaði. Ég segi; „já og svo er hann auðvitað mjög duglegur að klæða sig út, er mjög snöggur og með fyrstu börnum út að leika.“ Foreldrarnir horfðu á mig í forundran, „ha“, sögðu þau. „Hann lyftir ekki litla putta heima til að klæða sig. Við klæðum hann í hverja einustu flík.“ Litla atriðið sem ég eiginlega bara svona missti út úr mér var í raun stórfrétt fyrir foreldra og sameiginlega breytti það sýn okkar á barnið.

Í næstu færslu mun ég fjalla um nokkur atriði sem geta verið gagnleg við framkvæmd samtals.


Hluti 1
og hluti -3

Nokkrar eldri færslur um foreldrasamstarf:

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar