Kristin Dýrfjörð

Minn ætlar að … – mikilvægi sjálftals

Kristín Dýrfjörð

Hvers vegna tala ung börn við sig sjálf þegar þau leika sér? Mikilvægur hluti í þroska barna er svonefnt sjálftal (private speech), það er þegar börn lýsa og skýra það sem þau eru að gera upphátt. Samkvæmt kenningum Vygostky er tungumálið lykill og mikilvægur hlekkur á milli þroska einstaklingsins og þess samfélags sem viðkomandi tilheyrir. Vygotsky áttaði sig á að börn yfirfæra á eigin gjörðir félagslega, menningarlega og hugræna reynslu sem það aflar sér í samtölum við þá sem eru í umhverfinu með því að vinna með þær upplýsingar í samtali við sjálf sig (sjálftalið). Í þessu samtali sem barnið á við sig, þá skoðar það hluti frá sjónarhornum annarra, mátar svör sín og reynslu og þróar í leiðinni bæði heilann og hugarstarfsemi. En það er ekki bara hlutverk foreldra að hjálpa barninu til þroska. Samskonar ferli þarf að eiga sér stað í leikskólanum til að styrkja og styðja við sjálftal barna. En þá getur einhver spurt hvers vegna er sjálftal mikilvægt?

Sjálftal er mikilvægt meðal annars til þess að:

  • Hjálpa barninu að halda athygli
  • Það er innri aðstoðarmaður barna til að leysa úr vandamálum/verkefnum sem það stendur frammi fyrir.
  • Er hluti þess að stjórna hraða hreyfinga.
  • Getur gefið upplýsingar um hvar barnið stendur vitsmunalega.
  • Flóknir vitrænir ferlar hefjast sem félagsleg virkni.
  • Samræða ýtir undir vitrænan þroska.

Ef litið er til ofnagreindar þátta má sjá að það skiptir miklu þegar starf með yngri börnum er skipulagt að huga að sjálftalinu og hvernig vinnubrögð geta styrkt það.

Að leysa verkefni og stjórna hegðun

Það er talið vera samand milli sjálftals, hegðunar og sjálfstjórnunar barna. Þetta má sjá þegar börn eru beðin um að leys verkefni sem eru aðeins ofan við getu, þá leiða þau sig gjarnan í gegnum lausnina með sjálftali. Til að styrkja getu þeirra til að fást við verkefni er hægt að hjálpa börnum með því að setja orð á athafnir, þannig venjast þau því að það sé leið. Að stjórna tilfinningum Börn sem eru fær í sjálftali eiga betur með að stjórna tilfinningum sínum. Eins og til dæmis að hugga sig.

Saga úr starfi

Fyrir mörgum árum var ég leikskólastjóri. Á einni deildinni var 2ja ára barn sem átti mjög erfitt. Grét mikið þegar foreldrið fór og lengi. Starfsfólk bað mig að hjálpa. Ég fór inn á deild og tók viðkomandi í fangið og endurtók gjarnan, „mamma kemur, það er allt í lagi, mamma kemur.“ Þetta virtist virka á þetta barn. Síðar um veturinn tók ég eftir að í hvert sinn sem ég kom inn á deildina, horfði viðkomandi barn á mig og sagði, með ákveðinn tón í röddinni. „Mamma kemur“, svo kinkaði það kolli, aftur og aftur. Þá fattaði ég að ég hafði líka alltaf gert það. Sett saman. Tón, setningu og hreyfingu sem festist hjá barninu og gerði því kleift að hugga sig og stjórna.

Saga úr starfi

Það þekkja margir að fylgjast með börnum í leik, og heyra hvernig þau tala við sig, hvernig þau leiða sig í gegn um leikinn. Dæmi gæti verið börn að leika í kubbaleik. „Minn ætlar að fara út núna, hann ætlar byggja hús, (barnið sönglar) byggja, byggja, byggja. Tekur upp kubba og byrjar að byggja húsið. Segir svo „húsið á að vera hátt“. Til að átta sig á muninum á félagslegu og sjálftali þá beinist sjálftalið beint að sjálfinu (ekki öðrum) í þeim tilgangi að stjórna sjálfum sér. Eins og dæmið hér að ofan, þar sem barnið er að leiða sig í gegn um að byggja hús, það er ekki að segja öðrum frá því eða fá þá til að vera með.

Til umhugsunar: Hugsið um og ræðið dæmi þar sem börn leiða sig í gegn um verkefni og athafnirgg

Hlutverk og ábyrgð fullorðinna

Ljóst er að börn taka til sín og inngera þær aðferðir sem fullorðnir nota til samskipta (spegla), þau túlka upplifun sína og hæfa að eigin hugastarfsemi. Í gegn um samskipti við börn þá flytja fullorðnir eigin menningu og gildi á milli kynslóða (miðlun) – og hafa þannig áhrif á hugsun næstu kynslóða. Í skólum er stundum talað um fólk sem nema. Leikskólabörn eru menningarnemar. Þau sjúga til sín þá þekkingu og viðhof og reynslu sem þau vera fyrir. Þau túlka síðan og vinna úr á sinn hátt. Hæfa reynsluna því sem fyrir er, þeir eru í raun virkir þátttakendur í námsferlinu. Þekking verður til í félagslegu samhengi og börn er nemar í eigin menningu. En hvernig er farið að innan leikskólans? Hvernig er þekkingu á t.d. veðri, staðháttum, handaverki, sagnaheimi … yfirfærð til barna? Hvernig er þekkingu miðlað á yngstu deildum leikskóla? Hvaða tæki og tól eru notuð til að styrkja námsferðalag barnsins? Góð leið er að átta sig á sjálftali og mikilvægi þess, átta sig á hvernig hægt er að styðja við það.

Hvers vegna skiptir máli að vita eitthvað um sjálftal barna?

Sjálftal og innri mál er mikilvægur hlekkur á milli ytri félagslegra samskipta til innri sjálfstýringar, þetta er grunnur að hærri hugarstarfsemi s.s. valdrar athygli, sjálfstýringa, minnis, áætlana, mótun skilning á hugtökum og ígrundunar. Sjálfstali er ætlaða að þroska hugsun, það hjálpar barninu að ljúka verkefnum. Það verður líka til að börn læra smátt og smátt að átta sig betur að sjónarhornum annarra og leiðir barnið að því að vera ígrundandi hugsandi einstaklingur. Sjálftal er undanfari að átta sig á eigin sjálfi (meðvitund um að þú ert sérstök) og mikilvægur hlekkur í fyrir miðlun menningar á milli kynslóða.

Sjálftal eða innri mál (mál) fer að sjást um 2- 3ja ára aldur. Innri mál/tal sem er er ólík því sem áður hefur verið það er mál sem er notað til samskipta og mál sem snýr að sjálfinu. Innri mál er afurð sjálftals og rökrænt framhald þess. Innra mál – raungerist í að hugsun er sett í orð – hugsun sem stýrir gerðum (ca 7ára).

Þróun sjálftals

Fylgir í upphafi aðgerð. Síðan á það sér stað samtímis leik eða hegðun og er hluti leiksins/hegðunarinnar. Að lokum á sjálftalið sér stað fyrir leikinn verður hluti af því að gera áætlun um hann og samtímis því að börnin eru að takast á við t.d. flóknar hugmyndir – þau tala sig í gegn um hugmyndir. Þinn á að, minn á að, svo gerist þetta Þegar sjálftalið fer að aðgreinast frá félagslegum samskiptum – breytist það. (Verður hluti af setningum eða einstök orð, við notum það til að leiða okkur í gegn um verkefni fram á fullorðinsár). Breyting frá sjálftali yfir í félagsleg samskipti eiga sér að mestu stað á leikaldrinum. Sjálftal er tengt því að áætla, leysa vandamál, þrautalausnum og fleiru. Það er talið hafa jákvæð áhrif á minni barna um eigin upplifanir.

Til að hugsa um

Rannsóknir benda til að öll börn fari á stig sjálftal – hjá sumum kemur það seinna fram. Börn sem búa við meiri stuðning og betri félagslega stöðu eru oft leiknari við að beita sjálftali (fá frekari stuðning og skilning – fyrir utan þann orðaforða sem þau hafa stundum fram yfir önnur börn). Börn sem skortir örvun og eða búa við erfið skilyrði oft með minna og seinna sjálftal. (þar er hlutverk leikskólan mikilvægt).

Lítið sýnishorn

Að lokum ætla ég að sýna lítið dæmi úr fjölskyldunni hvernig sjálftal og stuðningur við það getur átt sér stað.

Myndbandið sýnir litla stúlku (2.10 mánaða) byggja með segulkubbum. Pabbi hennar er með henni. Hann byrjar á að spyrja styðjandi, hún jánkar, hann les það sem hún segir og staðfestir með eigin orðum. Með því leiðir hann umræðuna, gefur henni orð en tekur ekki af henni. Þetta má telja nokkuð algegn samskipti milli foreldra og barna. Foreldrið er styðjandi og skapar umgjörð um reynslu og athöfn barnsins.

Myndband

Hér eru samskiptin skrifuð upp. En það er auðvitað hægt að skoa þetta myndbandsbrot frá hugmyndum um húmor, nám tengdu eðli segla, byggingum barna og svo framvegis. Hér er það dæmi um styðjandi samskipti.

P. „Hvað ertu að gera? Ertu að byggja hús?“
Barn. Lítur á pabba sinn, svo aftur á bygginguna sína. Svarar mjúklega „Já“
Barn. Bætir við kubb nokkuð ofarlega og segir svo „uppi, uppi“ og horfir á pabb sinn.
P. „Já, alla leið upp“.
Barn. Segir ákveðið „Já“ „Alla leið upp“.
P. „Rosa hátt.“
Barn. Vandar sig mikið að bæta einum kubb við, en þá missa allir kubbar jafnvægið og húsið hrinur.
Barn. Skellihlær og segir svo „fyndið,“ „manni fyndið“
og byrjar svo að byggja upp á nýtt.

Textinn er m.a. byggður á:

Stanley, F. (2011). Vygotsky – From public to private: Learning from personal speech. Í T. Waller, J. Whitmarsh, & K. Clarke (Rits.), Making sense of theory & practice in early childhood: The power of ideas (bls. 11-25). Open University Press.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar