Aðlögun – febrúar 2017
Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á meðal leikskólastjóra fyrir tveimur árum. Í því ljósi má e.t.v. ætla að þeir sem svöruðu hafi í raun endurspeglað stöðuna eins og hún er í leikskólum landsins. Sem er auðvitað gleðilegt, því það gefur vonir um að hægt sé að nota t.d. fésbók til að afla gagna um starf í leikskólum landsins.
Könnuninni svöruðu 393 (ég var að vonast eftir að ná 400), meirihluti þeirra sem svöruðu eru leikskólakennarar og flestir hafa komið nýlega að aðlögun. Til að tryggja áreiðanleika stillti ég forritið þannig að aðeins var hægt að svara einu sinni úr hverri tölvu.
Í tenglsum við myndina hér að neðan þá voru örfáir sem svöruðu ekki báðum spurningunum sem ég geri grein fyrir. Á þessu stigi ætla ég ekki að fjalla svör við fleiri spurningum. En reikna með að gera það á Menntakviku í haust. það er hinsvegar áhugavert að sjá muninn á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Sérstaklega er varðar einstaklings/þátttökuaðlögun. En skýringa er væntanlega að leita í að oft byrja örfá börn (jafnvel eitt) einu í þeim leikskólum.
Það sem er kannski merkileg niðurstaða að þetta verkefni sýnir að það er hægt að breyta starfsháttum í leikskólum ef áhugi og viji er fyrir hendi. Ég segi þetta vegna þess að því er stundum haldið fram að það sé mikil tregða að breyta innan skólastofnanna og nýjungar lifi oft illa. Það má vel vera rétt, en samkvæmt þessu má líka segja að ef skólar telja sig hafa ávinning af nýrri aðferð eru þeir augljóslega tilbúnir til að breyta.
Ég vil þakka öllum sem svöruðu fyrir þeirra framlag það er mér mikilsvirði og vonandi fleirum líka.
Að lokum haustið 2009 fóru fyrstu leikskólarnir af stað með þáttökualögun. Ég gerði grein fyrir reynslu þeirra í grein sem birtist 2009 í Rannsóknum í Félagsvísindum.
KD 23.02 2017
Kristín Dýrfjörð. (2009). Þátttökuaðlögun – nýtt aðlögunarform í leikskóla. Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (ritstj.). Rannsóknir í félagsvísindum X (bls. 681–690). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Sorry, the comment form is closed at this time.