Eðlisfræði í leikskóla
Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira.
Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á RÁS 1 fyrir þáttinn Tilraunaglasið fjallaði ég um eðlisfræðiverkefni í leikskóla en ég talaði líka um hvernig uppeldisfræðileg skráning og þá sérstaklega myndbönd var notuð til að þróa leik barna og til að opna augu okkar sem unnum með börnunum. Hvernig verkefnið þróaðist með því að deila þekkingu og pælingum á milli fólks.Hér er hægt að hlusta á viðtalið. Hefst á fimmtu mínútu.
Sorry, the comment form is closed at this time.