Kristin Dýrfjörð

Fornaldarviðhorf í Hafnarfiði – lokun leikskólans Bjarma

Sturla á BjarmaUngbarnaleikskólinn Bjarmi var stofnaður í Hafnarfirði 2008, frá upphafi hefur markmið hans verið að þróa gæðaleikskólastarf með yngstu borgurunum. Í byrjun var hann opinn öllum hópum en hin síðari ár hefur hann helst gengt félagslegu hlutverki fyrir utan að vera iða hugmynda um starf með yngstu börnunum. Félagslegt hlutverk hans birtist ekki síst í að þangað koma börn einstæðra foreldra og þeirra sem eiga við ýmis félagsleg/heilsufarsleg vandamál. Þetta lýsir sér sennilega best í  að yngstu börnin sem þangað hafa komið eru frá því að vera nokkra vikna gömul. Ljóst er að leikskólinn hefur gengt bæði menntalegu og gríðarmiklu félagslegu hlutverki.

Um mikilvægi góðra leikskóla

Út um allan heim eru að birtast rannsóknir um hvað það skipti miklu máli að gæði starfsins með yngstu börnunum séu mikil og raun hvað það er nauðsynlegt að einmitt stöðugleiki  og mikla fagmennsku sé til staðar hjá  okkar allra minnstu samborgurum og að leikskólar séu tiltækir frá því að börn eru mjög ung. Bæði alþjóðlegar stofnanir sem láta sig málið varða og rannsakendur eru sammála. Verndandi áhrif góðra leikskóla skal ekki vanmeta og það ber að styrkja þá frekar en að rífa niður. Í rannsóknum sem gjarnan er vísað til hefur komið fram að börn sem búa við lakar félagslegar aðstæður hafa minni orðaforða en börn millistéttar en orðaforðin er ein vísbending um hvernig  börn eiga eftir að fóta sig skólakerfi framtíðarinnar. Góðir leikskólar þar sem faglegt starf er á háum mælikvarða er leið til að jafna þennan mun.  Slíkir leikskólar eru leið til að tryggja verlferð samfélagsins. Þeir eru því MIKILVÆGIR

Um skammsýni stjórnmálafólks og fornaldarhugmyndir

Meirihluti Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði virðast ekki sjá mikilvægi þessa. Þar á bæ virðist sem fólk sé fyrst og fremst á móti því að í bænum séu leikskólar fyrir ung börn. Þar eru gamlar hugmyndir um að börn eigi ekki að hefja leikskólagöngu fyrr en tveggja ára ráðandi því ljóst er að það er ekki rekstrarformið sem fipar þá. Á sama tíma og ráðist er að litla leikskólanum er uppi umræður um að búa til nýjan íþróttagrunnskóla og styrkja við grunnskóla Hjallastefnunar í bænum.

Það virðist sem málið snúist um fornaldarhugmyndir um hvaða börn eiga að vera í leikskólum. Börn á öðru ári sem geta fengið aðgang að leikskólum og ungbarnadeildum í Hafnarfirði verða að tilheyra forgangshóp, önnur börn eiga að vera hjá dagmæðrum. Það er skýrt að það á ekki að nota það svigrúm sem framundan er í Hafnarfirði vegna minni árganga til að gefa yngri börnum færi á að byrja fyrr  í leikskólum. Það finnst mér sorglegt og vera úr takti við það sem fræðin segja okkur.

Um persónuleg viðhorf

Það er engin launung að ég er og hef verið á móti keðjumyndun í skólarekstri, hvort sem um er að ræða grunn- eða leikskóla. En ég hef alla tíð skilið það fólk sem vill prófa nýja hluti og nýjar leiðir í uppeldisstarfinu eins og hefur verið frá upphafi markmið Bjarma. Ég hef fylgst með starfinu þar stundum úr nánd og stundum úr fjarlægð og séð þann faglega metnað sem þar er til grundvallar leikskólastarfinu. Þar sem þróun starfs með yngstu börnunum hefur verið öðrum til fyrirmyndar og margir lært af. Þar sem fólki hefur brunnið fyrir leikskólastarfi með okkar minnstu og viðkvæmustu borgurum. Það hefur frá upphafi verið markmið í Bjarma að hafa sem flest fagfólk í starfi, markmið sem þeim hefur tekist að standa við. Á meðal leikskólakennara hefur oft verið rætt um að það sé erfiðara að manna yngstu deildir fagfólki en eldri deildir, á Bjarma hefur það ekki verið raunin. Kannski vegna þess að þar hefur eldmóður og sterk fagleg sýn til yngstu barnanna getu þeirra og velferðar verið ráðandi.

Um lélega framkomu

Að lokum þá finnst mér í lagi að benda á bréf sem eigendur hafa skrifað bænum og fordæma þau vinnubrögð sem birtast í þessum síðustu samkiptum. Kalla fólk á fund með sólahringsfyrirvara til að ræða næsta vetur en í stað þess slátra skólanum með sama sem engum fyrirvara. Hverskonar fólk gerir slíkt? Auðvitað er það í valdi sveitarstjórnar að ákveða við hverja þeir vilja skipta en það er lika hægt að ætlast til að þegar annað er ákveðið sé vel staðið að slíkri ákvörðun, það virðist mér ekki raunin hér.

Viðbót:

Hér má finna bókun og umfjöllun um Bjarma á fundi fræðsluráðs

Tags: ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar