Kristin Dýrfjörð

Mitt barn, mínar reglur

Kristín Dýrfjörð skrifar

Í umræðum á samfélagsmiðlun um alla vega mál sem snúa að börnum sé ég oft sagt, Þitt barn þínar reglur“, já eða mitt barn mínar reglur“. Fyrir nokkru sat ég í flugvél á Keflavíkurflugvelli. Ég sat við gluggann og svo kom kona og svona 11 ára dóttir hennar og settust við hliðina á mér. Ég var ekkert að pæla sérstaklega í þeim og tók ekkert eftir að þeim færi neitt á milli, fyrr en ég heyrði hávaða smell, mamman gaf dóttir sinni svo harkalega utan undir, að kinninn á barninu varð eldrauð. Mér auðvitað brá og sagði að þetta mætti hún ekki. Skiptu þér ekki af því sem kemur þér ekki við, „mitt barn mínar reglur” var svarið sem ég fékk. Ég sagði henni að á Íslandi (þar sem við sátum enn að taxa út á flugbrautina), væru lög sem bönnuðu foreldrum að lemji börnin sín. Aftur fékk ég að heyra „mitt barn mínar reglur“ hún var dónaleg við mig bætti mamman við. Ég ræddi þetta aðeins en fékk engu haggað um sannfæringu hennar. Barnið dró upp bók og boraði sig niður í hana, kannski vant mömmunni með „sitt barn sínar reglur“. Roðinn á kinn barnsins var lengi að hverfa.

Nú eru börn í leikskólum og hjá dagmæðrum, stundum koma börn í heimsókn til ömmu og afa, stundum eru hlutir í leikskólum eða hjá dagforeldra sem foreldar eru ekki sammála, þá sé ég gjarnan skrifað, „þetta er þitt barn, þínar reglur“. Sumir foreldrar segjast ekki þora að segja neitt, hræddir við að missa plássið, hræddir við að fá leikskólafólkið upp á móti sér.  Stundum heyri ég sagt að foreldrar eigi að setja ömmu og afa stólinn fyrir dyrnar, sem hafa kannski leyft barninu að horfa á skjá eða smakka ís, með rökunum, „mitt barn mínar reglur“.

Ég er ekki viss um að þessi rök séu góð í mannlegum samskiptum eða sendi yfirhöfuð  skilaboð til þeirra sem fá, að málin séu til umræðu. Ég er ekki viss um að viðkomandi væru glaðir með viðbrögðin. „Minn rekstur, mínar reglur“. Eða „mitt hús (hjá ömmu og afa), mínar reglur“. Ég held meira að segja að einn og einn ís, eða fá að vaka aðeins lengur í ömmu og afahúsi (sem ég er sek um) sé ekki þess virði að eyðileggja samband og samskipti við ömmuna og afann. Það getur nefnilega verið erfitt að laga það sem hefur verið brotið. Og flest viljum við hafa margt fólk í lífi barna sem eru þeim velviljuð og elska þau.

Ef allir vilja börnum vel þá þarf fólk að geta talað saman með rökum og tilfinningum um tilfinningar og rök, kannski í einhverjum dæmum þurfa foreldrar að sætta sig við einn og einn ís, eða á erfiðum tímum hjá dagmömmu sé stundum kveikt á barnaefni, jafnvel að börn í leikskóla fái að leika með ipada t.d. til að skapa hreyfimyndir eða í annarskonar námi, jafnvel stöku sinnum horfa á bíómynd í sal.

Ræðum sama reynum að skýra hvers vegna við höfum áhyggjur. Hvort sem það er við afa og ömmu, leikskólann eða dagforeldra.

Hitamál?

Allar þessar pælingar er til að stuðla að samræðu og umhugsun um hvar mörkin á milli foreldrahlutverksins og þess að tryggja velferð barna á samfélagslegum grundvelli, liggja.

Hugtakið „mitt barn, mínar reglur“ virðist oft notað sem skjöldur til að verja ákvarðanir foreldra. En munum að börn eiga líka sjálfstæðan rétt til að njóta verndar laga og samfélagsins gegn óréttlæti, jafnvel frá eigin foreldrum. „Mitt barn, mínar reglur“, getur aldrei verið svarið. Eftir atvikið í Keflavík hef ég hugsað enn meira um þetta slagorð sem á að réttlæta allt mörguleg, og sé hvað það er ganglaust verkfæri til mannlegra samskipta.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar