Kristin Dýrfjörð

Matur og matarmenning

Það eru tengsl á milli þess að matarvenjur hafa þróast og þess hvernig holdafar okkar jarðarbúa hefur breyst. Við stöndum t.d. frammi fyrir gríðarlegri aukningu á ofþyngd. Ekki bara á meðal fullorðinna, heldur líka á meðal barna. Og fleiri börn greinast með sjúklega ofþyngd en nokkrum sinnum áður.

Viðurkennd stærðfræði

Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]

Skólaskylda fimm ára barna?

Í mars 2014 var gefin út skýrsla sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét gera um skólamál. Hún er í röð eða hluti af stærri skýrslu sem ber heitið; Skólar og menntun í fremstu röð og þessi er nefnd Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla. Í skýrslunni er stefnumótun sveitarfélaganna um samstarf þeirra á milli og það sem þau sjá sem framtíðarmúsík í skólamálum. Meðal þess […]

Réttlæti grunnur leikskólastarfs

Í lok þessara færslu má finna í PDF skjali erindi sem ég flutti á Menntakviku 3. október 2014, hér að neðan má finna örfáa punkta úr fyrirlestrinum. Flest okkar þekkja sögur H.C Andersen við höfum lesið þær og í leikskólum eru þær víða lesnar enn. Sögur snerta okkur á annan hátt en fræðigreinar, þær setja […]

Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]

Uppeldisfræði hlustunnar – hvert barn er kór

Hvert barn er sinn eigin kór, er tilvísun í frægt ljóð um börn og hæfileika þeirra eftir Loris Malaguzzi (1988) en hann segir að Barnið fæðist með hundrað mál en níutíu og níu séu frá því tekin. Í Reggio Emilia er fólk upptekið að því að tengja leikskólastarf menningu, að skólarnir endurspegli þá menningu sem […]

Leikskólakennarar þurfa að muna að setja súrefnisgrímuna á sig

Fækkun leikskólakennara hjá borginni um 2% er gríðarlega alvarlegt mál fyrir leikskólana þar. Því miður get ég ekki sagt að mér komi þessar tölur á óvart og er ein þeirra sem hef bent að þessi þróun væri í farvatninu. Ef borgin ætlar að snúa þróuninni við verður hún að vinna í vinnuaðstæðum starfsfólks. Fólk sem […]

Leikskólinn og félagslega réttlætið

Ég segi stundum að ég hér áður fyrr hafi leikskólakennarar í borginni skipst í tvo hópa, annarsvegar þá sem unnu í leikskólum með hálfdagsbörn gifta fólksins og svo við sem unnum á dagheimilum með börn einstæðra foreldra og námsmanna. Heimur okkar og veruleiki var  um margt ólíkur. Við sem vorum á dagheimilunum upplifðum meira fátækt […]

Leikskólinn á ÚTSÖLU

Þegar verið er að ræða leikskólamál heyrist gjarnan hvað hann sér dýr fyrir samfélagið. Að sveitarfélög hafi bara ekki kost á að gera betur en þau gera. Í leikskólum hefur hins vegar borið við að fólk sé orðið þreytt á sínum vinnuaðstæðum t.d. í nýjum tölum frá RannUng þar sem m.a. streita á meðal leikskólakennara […]

Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]

Þöggun – ógn við lýðræði

Fyrir nokkrum árum átti ég i samræðu við leikskólakennara um stefnur og strauma og hvort t.d. ég mætti  eða gæti haft álit á stefnum sem af einhverjum ástæðum mér féllu ekki eða ég taldi ekki eftirsóknarverðar. Viðkomandi notaði að með þvi að hafa álit óhreinkaði ég og traðkaði á. Í framhaldið skrifaði ég þá hugleiðingu […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar