Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska
Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.
Þegar matvæli eru notuð í leik og skapandi starf
Það hefur lengi truflað mig að sjá matvæli notuð sem leikefni í leikskólum. Ég hef rætt þetta í tímum við nema aðallega út frá siðferðilegu hliðinni. En sennileg hef ég ekki skrifað mikið. Árið 1994 var ég svo heppin að vera í Chicago í nokkra mánuði við nám og störf, þar heimótti ég meðal annars leikskóla í fátækrahverfi. Á þessum tíma voru hrísgrjónaker vinsæl í mörgum leikskólum, m.a. til að vinna með fjölþætta skynjun.
Að skapa leikheima með börnum
og viðurkenna mismunandi kveikjur í leik Ég er að lesa skemmtilega bók um sögur í leikjum barna. Einn kaflinn fjallar um mikilvægi þess að viðurkenna ofurhetjur í leik, sem iðulega sést meira í leik stráka en stelpna. Höfundur sagðist hafa ákveðið í stað þess að reyna alltaf að brjóta upp þessa tegund leikja tók hún […]
Leikur barna með stafrænt leikefni
Nýlega kom út bókin Children’s Rights in a Digital World: Play, Design and Practice, hjá Springer forlagi, þar sem fjallað er um réttindi barna í stafrænum heimi. Þar er kafli eftir mig og Önnu Elísu Hreiðarsdóttur um rannsókn með börnum sem sett var upp í leikskóla á Akureyri. Ég ákvað að þýða tvo hluta okkar […]
Jafnrétti í leikskólastarfi
Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]
Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra
Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]
Leikur ungbarna
Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]
Eðlisfræði í leikskóla
Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira. Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á […]
list og list – að byggja ofan á þekkingu
Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í […]
Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?
Að prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og og […]
Sköpun og leikur
Í grein eftir Ólaf Pál Jónsson heimspeking sem birtist í tímaritinu Hugur, tekst hann á við spurningu um hvað leikur og skapandi starf eigi sameiginlegt. Hann hefur grein sína á að vísa í algengar tilvísanir um að annað sé forsenda hins en bendir líka á að fáir reyni að svara hver þessi forsenda sé. Í […]
Vísindasmiðja með þátttöku barna
Ég er svo heppin að fá að kenna og hafa umsjón með námskeiði sem er tenging á milli nokkurra greina. Námskeiðið heitir vísindasmiðja og var upprunalega hugsmíð okkar nokkurra kennara við leikskólabrautina við Háskólann á Akureyri. Reyndar er námskeiðið síbreytilegt og stundum kenna í því börn og starfsfólk leikskóla, starfandi fjöllistakona á Akureyri og prófessor […]
Maria Montessori
Maria Montessori (1870 -1952) er ein af rissessunum í uppeldisfræðinni. Hún var ítölsk fædd 1870, fyrsta konan þar í landi til að ljúka prófi í læknisfræði (1896). Hún sinnti læknisstörfum m.a. á svonefndum “fávitaheimilum” fyrir börn. Þar veitti hún því eftirtekt að börn sem fengu einhverskonar minnstu örvun, vegnaði betur en öðrum börnum. Hún komst […]
Prestolee
Í Bretlandi rétt um fyrri heimstyrjöldina átti sér stað stórmerkileg tilraun í skólamálum. Hér má sjá stutt myndband frá skólanum Prestolee. Ég held að við getum lært margt af því sem þarna kemur fram. Jafnframt má finna hér slóð á afar áhugaverða bók sem skrifuð var um skólastjórann, hún heitir The idiot teacher http://vimeo.com/21920651
Er leikurinn í hættu?
Samtíma fræðimenn hafa margir hverjir áhyggjur af leiknum í hinni stofnanavæddu veröld samtímans. Þar sem t.d. fjölmiðlar draga upp mynd af margvíslegum hættum sem bíða barna utan öryggi heimilisins og/eða innan veggja stofnana. Afleiðingin er að frelsi barna til leiks er skert. Dæmi um þetta sá ég t.d í heimsókn í leikskóla í Bandaríkjunum árið […]
Könnunarleikur
Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að […]
Byggingarleikir stelpna og stráka
Til er alveg frábær sænsk bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir leikskólakennara, hana Miu Mylesand sem starfar á Trollet í Kalmar. Mia kom hingað fyrir nokkrum árum og hélt erindi um efnið á vegum Háskólans á Akureyri. Bókin fjallar að hluta um það þegar gamli leikskóli barnanna Trollet […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82