Kristin Dýrfjörð

Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]

Grunnþátturinn lýðræði

Erindi flutt á málþingi félags heimspekikennara 13. apríl 2013 Lýðræði er ekki bara stoð eða þáttur heldur er lýðræði sá grundvöllur sem allt skólastarf hlýtur að verða að byggja á. Sá grundvöllur sem allt starf skóla verður að vera rótarfast í. Fræg er hugleiðing eins mesta hugsuðar menntaheimspekinnar, John Dewey sem velti fyrir sér þeirri þverstæðu […]

Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]

Líðan og velferð barna

Með samþykki og útbreiðslu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna tók fólk að endurskoða hug sinn til barna og bernskunnar. Það fór að bera á umræðu um mikilvægi þess að sjá og viðurkenna að börn eru þátttakendur, þau hafa mótandi áhrif á sitt nánasta umhverfi, heimili og skóla. Í skrifum varð æ algengara að sjá á orðtök eins og félagsfræði bernskunnar, barnið […]

Lýðræðisuppeldi og agi og örlítið tengt núvitund

Kristín Dýrfjörð, apríl 2014 Á Íslandi hefur umræða um aga og agavandmál verið vinsæl hjá hverjum samtíma. Þegar horft er til baka virðist sem sömu álitamálin og jafnvel lausnir komi fram aftur og aftur. Börnin eru óhlýðin og fyrtin og öllu siðferði virðist fara aftur. Hver kynslóð telur að sú sem á eftir kemur sé agalausari og […]

Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey

Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri.  Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann […]

Leikskólinn og kirkjan

Forsjárhyggja leikskólakennara í trúmálum Erindi flutt á safnaðarheimili Akureyrarkirkju þann 8. mars 2008 Í upphaf erindis um skóla og trúmál er ekki úr vegi að minna á að í dag er 8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þennan dag árið 1910 lagði Clara Zetkin þýsk kvenréttindakona fram tillögu að því að tileinka einn dag á ári […]

Þöggun – ógn við lýðræði

Fyrir nokkrum árum átti ég i samræðu við leikskólakennara um stefnur og strauma og hvort t.d. ég mætti  eða gæti haft álit á stefnum sem af einhverjum ástæðum mér féllu ekki eða ég taldi ekki eftirsóknarverðar. Viðkomandi notaði að með þvi að hafa álit óhreinkaði ég og traðkaði á. Í framhaldið skrifaði ég þá hugleiðingu […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar