Kristin Dýrfjörð

Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)

Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.

Þegar matvæli eru notuð í leik og skapandi starf

Það hefur lengi truflað mig að sjá matvæli notuð sem leikefni í leikskólum. Ég hef rætt þetta í tímum við nema aðallega út frá siðferðilegu hliðinni. En sennileg hef ég ekki skrifað mikið. Árið 1994 var ég svo heppin að vera í Chicago í nokkra mánuði við nám og störf, þar heimótti ég meðal annars leikskóla í fátækrahverfi. Á þessum tíma voru hrísgrjónaker vinsæl í mörgum leikskólum, m.a. til að vinna með fjölþætta skynjun.

Kubbatiltekt

Það felast dýrmæt námstækifæri við kubbatiltektina – tækifæri sem eru mikilvægur hluti af leik og lífleikni barna.

Skuggabrúður

Bæði ljósið og myrkrið eru okkur hér á landi hugleikið. Okkur sem búum í landi öfganna, þar sem sólin skín lengi, lengi og þar sem svartamyrkur ræður ríkjum daga langa. Við þurfum að læra að meta kosti beggja. Að umvefja myrkrið og möguleika þess eins og við tökum fagnandi á móti vorinu með sína björtu […]

Leikefniviður barna

Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa – var aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari – eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku – kannski minna um smíðar en  ætla má að annar efniviður er nokkuð svipaður.

Makerspaces eða sköpunarrými

Hvað er makerspace eða sköpunarrými? Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine […]

Myndin af Tindastól

Árið 2013 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Orðsporið á degi leikskólans. En það er viðurkenning sem Félög leikskólakennara, Samband sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið veita. Í tilefni þess var ég beðin um að skrifa litla hugleiðingu í Skólavörðuna. Ég ákvað að rifja upp mína eigin skólagöngu og þá sem höfðu áhrif á mig. Áðan rakst […]

Viðurkennd stærðfræði

Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]

Leikdeig án salts

Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]

Leikur með vír

Að leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það […]

Heimagerðir litir

Stundum finnst mér gaman að fikta og prófa mig áfram. Ég hef í gegn um tíðina rekist á heimgerða liti og stundum hugsað að það væri gaman að gera tilraunir og sjá hvort þeir virka þegar upp er staðið. Við vitum jú að myndlistamenn fortíðar blönduðu sína eigin liti. Grunnurinn var gjarnan eggjarauða (tempera litir). […]

Það er hægt að læra að vera góður sögumaður

Margir sem þekkja mig vita að eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í leikskólum er að segja börnum sögur og að mörgum börnum finnst líka gaman þegar ég segi sögur. Nú undafarið hef ég verið að lesa alveg dásamlega bók um sögur eftir sögukonuna og barnabókahöfundinn Margaret Read MacDonald, en hún er einmitt á […]

Hvað gera leikskólakennarar?

  Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur […]

Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa […]

Leikur ungbarna

Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]

Veðurfréttamaðurinn

Leikur barna getur tekið á sig ýmsar myndir. Á meðal einkenna hins frjálsa leiks er að hann sé sjálfsprottinn og að börnin semja leikreglurnar sjálf, oft eru þau að túlka og endursemja upplifanir  sínar í leik. Stundum fara fullorðnir inn í leik barna. Þeir eiga hinvegar til að tímasetja innsetningar sínar úr takti við leikinn, […]

Pappírsgerð

Börnum finnst yfirleitt gaman að búa til pappír, þau elska mörg drullumallið sem fylgir pappirsgerðinni. Undrið við að sjá pappír verða til er líka mikið.  Ég lærði fyrst að búa til pappir fyrir rúmum 25 árum. Þá var þetta ný list hér og fáir sem ástunduðu, síðan hefur margt breyst. Á sínum tíma smíðum við […]

Ljósheimar Aðalþings

Nýlega var opnaður vefur á vegum leikskólans Aðalþings í Kópavogi um þróunarverkefni sem þar var unnið í tengslum við ljós. Vefurinn hefur eins og verkefnið sjálft hlotið nafnið Ljósheimar. Þó svo að vefurinn sé hluti af verkefni Aðalþings er hann lauslega tengdur þessari síðu.  Ljósheimaverkefnið stóð yfir veturinn 2010 – 2011 og fjallaði um hvernig […]

Að nota sögusteina

Í nýlegri færslu hér sagði ég frá sögusteinum sem ég hef verið að sjá á bloggum leikskólakennara víða um heim. Í framhaldið ákvað ég að tína nokkra steina og mála á  einfaldar myndir. Í framhaldið ákvað ég að prófa þá í sögugerð með Sturlu sem er nýorðinn fimm ára. Sturla er vanur að hlusta á mig […]

Sögusteinar

 Á ferð minni um netið hef ég rekist á margar skemmtilegar hugmyndir til að vinna með í leikskólum og/eða heima. Ein þeirra hugmynda sem ég sé víða getið þessa daga er sögusteinar. Sögusteinar eru bara venjulegir steinar sem fólk málar einfaldar myndir á, akrýlmálning virðist gefast vel, Aðrir hafa sett klippimyndir og tau á þá. Sumstaðar […]

Ljósaborð

Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt. Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið […]

Þegar sólin er pensill og jörðin strigi

Ég elska sólina, ekki bara vegna þess að hún vermir eða vegna þess að henni fylgir oft heiður himinn og glatt sinni. Heldur einmitt vegna andstæðu hennar, veröld skugganna. Ég get setið daginn út og inn og fylgst með skuggum. Horft á ljósbrotin í stofunni hjá mér, á gangstéttum, á húsunum sem standa næst mér. Í sundi […]

Barnamenning

Á síðari árum hafa fræðimenn fjallað um að börn séu afmarkaður hópur með eigin menningu, hér nefnd barnamenning. Meðal þeirra sem hafa fjallað um uppruna barnamenningar er Winnicott (1982) sem telur að hún verði til á svæði þar sem barnið annarsvegar og umhverfið hinsvegar mætast. Á þessu svæði myndast spenna sem er uppruni menningar og […]

list og list – að byggja ofan á þekkingu

Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á  íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í […]

Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið

Vorið 2011 voru sýndir heimildaþættir á RÚV um samtímaljósmyndara. Einn þeirra er franskonan Sophie Calle. Það sem einkennir list hennar er að hún beitir myndavélinni og sjálfri sér eins og rannsóknartæki.  Verk hennar eru yfirleitt ferilverk, ljósmyndir og texti sem vinna saman. Hún velur sér hugmynd eða concept og fylgir því alla leið, svona eins og við sem […]

Sköpun og leikur

Í grein eftir Ólaf Pál Jónsson heimspeking sem birtist í tímaritinu Hugur, tekst hann á við spurningu um hvað leikur og skapandi starf eigi sameiginlegt. Hann hefur grein sína á að vísa í algengar tilvísanir um að annað sé forsenda hins en bendir líka á að fáir reyni að svara hver þessi forsenda sé. Í […]

Vísindasmiðja með þátttöku barna

Ég er svo heppin að fá að kenna og hafa umsjón með námskeiði sem er tenging á milli nokkurra greina. Námskeiðið heitir vísindasmiðja og var upprunalega hugsmíð okkar nokkurra kennara við leikskólabrautina við Háskólann á Akureyri. Reyndar er námskeiðið síbreytilegt og stundum kenna í því börn og starfsfólk leikskóla, starfandi fjöllistakona á Akureyri og prófessor […]

Prestolee

Í Bretlandi rétt um fyrri heimstyrjöldina átti sér stað stórmerkileg tilraun í skólamálum. Hér má sjá stutt myndband frá skólanum Prestolee. Ég held að við getum lært  margt af því sem þarna kemur fram. Jafnframt má finna hér slóð á afar áhugaverða bók sem skrifuð var um skólastjórann, hún heitir The idiot teacher http://vimeo.com/21920651  

Tengsl lista og leikskólastarfs

 Ítalski listamaðurinn Bruno Munari (1907 -1998) taldist til annarar kynslóðar framtíðarlistamanna á meðal samtíðarmanna, aðrir sáu í honum sterk tengsl við hugmyndafræði súrrealista. Hann var gjarnan kallaður Enfante terrible sinnar kynslóðar. Sá óþægi sem ekki fellur að rammanum, sá sem með list sinni að skilgreinir sig að hluta utan rammans. Hjá honum voru mörk listgreina […]

Byggingarleikir stelpna og stráka

Til er alveg frábær sænsk bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir leikskólakennara, hana Miu Mylesand sem starfar á Trollet í Kalmar. Mia kom hingað fyrir nokkrum árum og hélt erindi um efnið á vegum Háskólans á Akureyri. Bókin fjallar að hluta um það þegar gamli leikskóli barnanna Trollet […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar