Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)
Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.
Þátttaka 5 ára barna í undirbúningi og framkvæmd foreldrasamtala í Aðalþingi
Nýlega kom út bókarkafli eftir mig og Guðrúnu Öldu Harðardóttur um foreldasamtöl í leikskóla (2022). Þar skoðum við annars vegar hvernig þróun foreldrasamtala og samvinnu við foreldra birtist í íslenskum stefnuskjölum, svo sem námskrám og hins vegar gerum við grein fyrir þróunarverkefni sem átti sér stað í leikskólanum Aðalþingi veturinn 2018 -2019. Því miður voru […]
Að undrast
Í mín eyru hafa leikskólakennarar í Reggio Emilia sagt frá því að þegar Malaguzzi hitti þá hafi hann haft fyrir venju að spyrja: „Yfir hverju hefur þú undrast í dag?“ Ein leið til að undrast daglega og oft á dag felst einmitt í uppeldisfræðilegri skráningu. Með skráningunni er starfið gert sýnilegt, nám barna og pælingar […]
Uppeldisfræðileg skráning og atferlisskráning
Hver er munurinn? Skáningu sem aðferð er beitt er bæði við atferlisathugun og uppeldisfræðilega skráningu. Hinsvegar skilur aðferðafræðin og tilgangurinn þessar tvær tegundir skráningar í sundur (Grieshaber og Hatch, 2003). Atferlisathugun er þýðing á child observation en íslenska heitið uppeldisfræðileg skráning er þýðing á pedagogical documentation. Grieshaber og Hatch (2003) fjalla um almenna þróun skráningar, […]
Uppeldisfræði hlustunnar – hvert barn er kór
Hvert barn er sinn eigin kór, er tilvísun í frægt ljóð um börn og hæfileika þeirra eftir Loris Malaguzzi (1988) en hann segir að Barnið fæðist með hundrað mál en níutíu og níu séu frá því tekin. Í Reggio Emilia er fólk upptekið að því að tengja leikskólastarf menningu, að skólarnir endurspegli þá menningu sem […]
Leikur ungbarna
Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]
Eðlisfræði í leikskóla
Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira. Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á […]
list og list – að byggja ofan á þekkingu
Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í […]
Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið
Vorið 2011 voru sýndir heimildaþættir á RÚV um samtímaljósmyndara. Einn þeirra er franskonan Sophie Calle. Það sem einkennir list hennar er að hún beitir myndavélinni og sjálfri sér eins og rannsóknartæki. Verk hennar eru yfirleitt ferilverk, ljósmyndir og texti sem vinna saman. Hún velur sér hugmynd eða concept og fylgir því alla leið, svona eins og við sem […]
Byggingarleikir stelpna og stráka
Til er alveg frábær sænsk bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir leikskólakennara, hana Miu Mylesand sem starfar á Trollet í Kalmar. Mia kom hingað fyrir nokkrum árum og hélt erindi um efnið á vegum Háskólans á Akureyri. Bókin fjallar að hluta um það þegar gamli leikskóli barnanna Trollet […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82