Smáveröld – leikur
Í ensku er gjarnan talað um Small World Play, og átt við það sem við kölluðum meðal annars borðleiki, eða smáveröld, þegar ég var ungur leikskólakennari. Einkenni slíks leiks er að börn hafa ýmsa litla hluti til að leika með sem krefjast afmarkaðs rýmis. Hlutir geta verið dýr, fólk, (t..d. legó eða play mobil) ferðatæki, húsgögn, smáhýsi, litlir kubbar, perlur, steinar og allt mögulegt. Það er hægt að nota leikdeig, vatn, sand og raunar allt sem kemur upp í hugann. Efniviður sem tengist t.d lausamunum (loos parts) er afar vinsæll í slíkan leik. Talað er um að leikur í smáveröldinni ýti undir ímyndunarleik og hugmyndaflug barna. Leikur í smáveröldinni er álitin góð leið til að styðja við félagslega þætti leiksins. Þar sem slíkur leikur krefst samtala og samvinnu barna og ýtir þarf af leiðandi bæði undir mál- og félagsþroska.
Gott verkfæri kennarans
Sem leikskólakennara fannst mér þessi tegund leiks yfirleitt góð til að nálgast börn sem áttu erfitt með að fara inn í leik með öðrum börnum. Það var svo gott að setjast niður með börnum og grípa einhvern smáhlutinn, breyta röddinni aðeins og vera komin á kaf í leik. Stundum lékum við leikskólakennarnir okkur saman með þessa muni, oft með opinnmynnt börn hjá. En iðulega voru þau sjálf komin á kaf í leik eftir örfáar mínútur. Leikur í smáveröld ýtir líka undir fínheyfingar barna, hann er ætti líka að ýta undir nægjusemi og valdeflingu barna. Það er nefnilega hægt að leika smáveröld nánast hvar sem er og hvenær sem er.
Sviðsmyndir og þemu
Ég sé víða á bloggum þar sem fjallað er um smáveröldina að viðkomandi útbúa þemu og sviðsmyndir, þemun geta falist í þeim munum sem leikið er með (dýr eða lausamunir) eða í sviðinu sem er skapað. Svo held ég að það sé mjög gaman að hugsa smáveröldina út frá t.d. hreyfinmyndagerð (stop motion). Þar sem ég starfaði vorum við með litlar borðkommóður frá Ikea úr tré, í þessar kommóður söfnuðum við ýmsum smáhlutum. Hirtum fólkið úr Ficher price, litla bíla, litla kubba og tölur og alla vega annað smádót. Þetta var flokkað í skúffurnar og svo urðu skúffurnar líka hluti af leiknum. Þegar ég var í Bretlandi sá ég að það var mikil áhersla á þesskonar leiki og mikið lagt í að útbúa litla sögupoka með hinum ýmsu smáveraldarmunum. dýr, risaeðlur, tölur og alla vega lausir munir og gjarnan tengt við verkefni og/eða bækur. Svo má ekki gleyma að það getur verið góð hugmynd að bæta við efnivið smáveraldrar í kubbakróka og ýta undir leik þar. Þá er t.d. kubbar notaðir til að búta til veröldina sem dótið er síðan notað í.
Myndir fengnar af Pinterest, þar er hægt að finna margar hugmyndir ef leitarorðið small world play er slegið inn.