Sarpur Visindasmiðja
Sjálfsprottinn og skapandi leikur með stafrænan efnivið í leikskólum
Niðurstöður sýna að þegar stafræn tækni er meðvitað og markvisst innleidd í leikskólaumhverfið getur hún auðgað leik barna, aukið sköpunargáfu þeirra og eflt hæfni til að leysa vandamál, án þess að draga úr gæðum sjálfsprottins leiks. Kennarar gegna lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem börn fá rými til að leika sér á eigin forsendum. Greinin undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli nýrrar tækni og hefðbundinna aðferða og gefur innsýn í hvernig hægt er að skapa námsumhverfi sem tekur tillit til tæknilegrar þróunar samtímans.
Hvernig námstækifæri felast í leik með einingakubba
Einingakubbar eru öflug námstæki sem stuðla að vitrænum, félagslegum, tilfinningalegum og líkamlegum þroska ungra barna. Þeir koma í ýmsu stærðum og eru alla vega í laginu. En á bak við þá er kerfi, kubbarnir eru stærðfræðilega hannaðir til að gagna upp, ekki ólíkt og legókubbar seinna.
Ljósheimar Aðalþings
Ljósheimavefurinn er í mínum huga skemmtilegur vitnisburður um upphaf leikskólastarfsins í Aðalþingi, starfs sem hefur síðan þróast gríðarlega. Hann sýnir líka að leikskólastarf er ekki einn fasti, heldur síbreytilegt og tekur mið af því fólki, bæði fullorðnum og börnum sem er þar á hverjum tíma.
Leikur barna með stafrænt leikefni
Nýlega kom út bókin Children’s Rights in a Digital World: Play, Design and Practice, hjá Springer forlagi, þar sem fjallað er um réttindi barna í stafrænum heimi. Þar er kafli eftir mig og Önnu Elísu Hreiðarsdóttur um rannsókn með börnum sem sett var upp í leikskóla á Akureyri. Ég ákvað að þýða tvo hluta okkar […]
Makerspaces eða sköpunarrými
Hvað er makerspace eða sköpunarrými? Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine […]
Streituvaldar barna
Ég er hugsi, nú um stundir eru málefni leikskólans mér ofarlega í huga (eins og stundum áður). Ég velti t.d. fyrir mér samhengi hlutanna. Þó svo að allir sem mig þekkja viti að ég hef lengi haft áhyggjur af aðstæðum barna í leikskólum landsins er ekki svo að ég sé til í að skrifa allt […]
Leikskólinn í spegli Evrópu (2016)
Nú er komin út ný skýrsla frá Eurydice en hér er um að ræða bakgrunnsupplýsingar um allt skólakerfið frá leikskóla til háskóla (og svo tengsl við atvinnulífið). Minn áhugi beindist að leikskólanum og ég ákvað að taka þær myndir sem birtust í þeim kafla og setja inn í þessa færslu. Á það ber að benda […]
Borðið, magnarinn, reipið – myndlíkingar til að ræða um leikskóla
Hluti af vandamálinu er að koma upplýsingum á framfæri á mannamáli, sérfræðingar eru oft dálítið uppteknir af fagmálinu. Fyrir áratugum síðan fórum við hjónin með barnið okkar til sérfræðings sem spurði um eitt og annað. Ein spurningin var, „skreið hann krossað?“
Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar
Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]
Sjónvarpsgláp núll til þriggja ára barna
Iðulega birtast áhugaverðar greinar í erlendum miðlum, greinar sem mér finnst alveg eiga erindi við leikskólafólk og foreldra. Stundum tek ég grein til hliðar og ætla að skrifa um hana litla færslu seinna. Þetta seinna á það til að vera nokkuð teygjanlegt hugtak hjá mér. Á meðan hleðst upp áhugavert efni. Nú í upphafi apríl […]
Tilfinningar og traust – stórra og smárra í leikskólanum
Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir um yngstu börnin og starfið með þeim. Í Noregi er t.d. stórt rannsóknarverkefni í gangi þar sem aðstæður og menntun yngstu barnanna eru í kastljósinu. Meðal þess sem þar kom fram er að starfsfólk er ekki í nógu miklum tilfinningatengslum við yngstu börnin (Jonassen, 2016). Við […]
Leikdeig án salts
Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]
Heimagerðir litir
Stundum finnst mér gaman að fikta og prófa mig áfram. Ég hef í gegn um tíðina rekist á heimgerða liti og stundum hugsað að það væri gaman að gera tilraunir og sjá hvort þeir virka þegar upp er staðið. Við vitum jú að myndlistamenn fortíðar blönduðu sína eigin liti. Grunnurinn var gjarnan eggjarauða (tempera litir). […]
Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra
Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]
Eðlisfræði í leikskóla
Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira. Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82