Sarpur Frumkvöðlar
Ljósheimar Aðalþings

Ljósheimavefurinn er í mínum huga skemmtilegur vitnisburður um upphaf leikskólastarfsins í Aðalþingi, starfs sem hefur síðan þróast gríðarlega. Hann sýnir líka að leikskólastarf er ekki einn fasti, heldur síbreytilegt og tekur mið af því fólki, bæði fullorðnum og börnum sem er þar á hverjum tíma.
Matmálstímar í leikskólum

Nýlega var fjallað um áhugaverða sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]
Orðsporið – Framtíðarstarfið

Forseti Íslands og aðrir gestir Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 1924 til að mennta íslensk börn, það hét reyndar eitthvað annað á þeim tíma, forða ungum börnum frá frá soll, götulífi og vondum húsakynum, en menntun var það sannarlega sem upp á var boðið. Seinna stóð Sumargjöf, að áeggjan Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu í Laufásborg sem þá […]
Fagmaður eða framlengingarsnúra!

Sem dæmi til að reka gott veitingarhús þarf margt að koma saman, það þarf hugmyndafræði, svo þarf góðan kokk, sem hefur vit á því sem hann er að gera, kann að elda, setja saman áhugaverðan matseðil, fylgja sannfæringu og vera skapandi í sínu starfi. Svo þarf hann að hafa afbragðs tímastjórn á tæru. Það þarf að hanna bæði eldhús og veitingasal þannig að það virki, að tryggt sé að flæði geti verið gott, að fólk sé ekki að flækjast fyrir hvert öðru, lýsing sé góð í eldhúsi en kannski mild í sal. Það þarf að velja hluti, borðbúnað, dúka og annað, sem er fallegt og fyrir augað en er líka endingargott.
Thorvaldsen – Ásborg – Sunnuás

Fyrir löngu var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, í leikskólanum Ásborg. Síðan ber ég hlýhug til leikskólans og reyndar þess sem stóð þar við hliðina Hlíðarenda, þar sem ég hóf minn feril sem leikskólakennari. Nú er búið að sameina Hlíðarenda og Ásborg og heitir hinn nýi skóli Sunnuás. Rétt áður en ég lét af starfi í […]
Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]
Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey
Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri. Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann […]
Maria Montessori

Maria Montessori (1870 -1952) er ein af rissessunum í uppeldisfræðinni. Hún var ítölsk fædd 1870, fyrsta konan þar í landi til að ljúka prófi í læknisfræði (1896). Hún sinnti læknisstörfum m.a. á svonefndum “fávitaheimilum” fyrir börn. Þar veitti hún því eftirtekt að börn sem fengu einhverskonar minnstu örvun, vegnaði betur en öðrum börnum. Hún komst […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82