Sarpur KD
Þess vegna skiptir fagfólkið í leikskólanum máli
Fagfólk í leikskólum vinnur á grundvelli rannsókna og kenninga sem styðja við leik, nám og velferð barna. Þetta er langt frá því að vera einfalt – það er flókið starf sem krefst þekkingar, innsæis og skuldbindingar.
Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)
Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.
Mitt barn, mínar reglur
Ég var ekkert að pæla sérstaklega í þeim og tók ekkert eftir að þeim færi neitt á milli, fyrr en ég heyrði hávaða smell, mamman gaf dóttir sinni svo harkalega utan undir að kinninn á barninu varð eldrauð. Mér auðvitað brá og sagði að þetta mætti hún ekki. Skiptu þér ekki af því sem kemur þér ekki við, „mitt barn mínar reglur” var svarið sem ég fékk.
Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska
Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.
Kenningarleg sjónarhorn í leikskólafræðum, Barad og ný- efnishyggja
Karen Barad um gagnvirk áhrif efnis, umhverfis og barns. Þar sem megináherslan er jarðleir, ákvað ég að taka út umfjöllun um kenningar Barad um hugtakið bylgjubogun í tenglsum við leikskólafræði. Það tengist umfjöllun um það sem hefur stundum verið nefnt ný-efnishyggja (e. new- materialism) og hefur verið nokkuð til umfjöllunar innan leikskólafræða. Hins vegar fannst mér leitt að missa út Barad og ákvað því að búa til sérstakan fyrirlestur um hvernig hægt er að tengja kenningu hennar við leikskólastarf og kannski ég tengi hann líka við ný-efnishyggjuna og hvernig hún gæti birst í leikskólastarfi.
Sumargjöf 100 ára
Í dag 11. apríl 2024 eru slétt hundrað ár síðan konur komu saman í húsakynnum Óskabarns þjóðarinnar, Eimskipafélagshúsinu til að ræða um stofuna samtaka um málefni barna þeim til velfarnaðar. Ég er að tala um Sumargjöf sem var síðan stofnað formlega í sama húsi þann 22. apríl 1924. Það vill svo til að undafarna daga […]
20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?
Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.
Læst: Einelti leikskólabarna (KD myndband fyrirlestur)
Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Læst: Dagur leikskólans 2024 Matur og matarmenning (myndband)
Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna
Í október lagði ég fyrir könnun þar sem ég spurði hvað starfsfólk leikskóla telur gefandi í starfi, hvernig það skilgreinir fyrirmyndar samstarf innan leikskóla og að lokum spurði ég um atriði sem fólk telur mest um vert að vinna að innan leikskólans. Ég sagði frá fyrstu greiningu á gögnunum á fundi Bernskunnar – Íslandsdeildar OMEP, […]
Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan
Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]
Það sem veldur álagi í leikskólum
Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu […]
Vinnuaðstæður leikskólakennara
Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi. […]
Þetta um elstu börnin í leikskólanum
Til að skilja hvernig hugmyndafræði grunnskólans togar leikskólafræðina til sín er gagnlegt að skoða umræðuna um elstu börnin í leikskólanum og hvernig hún hefur þróast. Umræðan um elstu börn leikskólans er ekki ný af nálinni. Hér áður fyrr hófu íslensk börn grunnskólagöngu 7 ára. Þó sóttu mörg börn nokkurra vikna vorskóla og önnur fóru í […]
Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin
Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin. Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi. Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á […]
Öll störf eru kvennastörf en skammist ykkar þið sem veljið þessi sígildu
Stundum þegar ég les að öll störf séu kvennastörf (og merkingin er að störf sem einu sinni voru talin karlastöf séu kvennastörf) og leiðin sé að brjóta upp kynbundið nám og starfsval, velti ég fyrir mér hvort ég sem hef valið mér hefðbundið kvennastarf eigi að skammast mín fyrir það val. Hvað skilaboð erum við […]
Orðsporið – Framtíðarstarfið
Forseti Íslands og aðrir gestir Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 1924 til að mennta íslensk börn, það hét reyndar eitthvað annað á þeim tíma, forða ungum börnum frá frá soll, götulífi og vondum húsakynum, en menntun var það sannarlega sem upp á var boðið. Seinna stóð Sumargjöf, að áeggjan Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu í Laufásborg sem þá […]
Myndin af Tindastól
Árið 2013 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Orðsporið á degi leikskólans. En það er viðurkenning sem Félög leikskólakennara, Samband sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið veita. Í tilefni þess var ég beðin um að skrifa litla hugleiðingu í Skólavörðuna. Ég ákvað að rifja upp mína eigin skólagöngu og þá sem höfðu áhrif á mig. Áðan rakst […]
Fagmaður eða framlengingarsnúra!
Í frumkvöðlafræðum er fólki kennt að semja lyfturæðu. Lyfturæða er ræða það sem þú selur hugmyndina þína á 15 -20 sekúndum. Svona eins og þann tíma sem tekur að fara á milli hæða í lyftu og það vill svo til að þú hittir akkúrat þá manneskju sem getur hjálpað þér að koma hugmyndinni þinni í […]
Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar
Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]
Sjónvarpsgláp núll til þriggja ára barna
Iðulega birtast áhugaverðar greinar í erlendum miðlum, greinar sem mér finnst alveg eiga erindi við leikskólafólk og foreldra. Stundum tek ég grein til hliðar og ætla að skrifa um hana litla færslu seinna. Þetta seinna á það til að vera nokkuð teygjanlegt hugtak hjá mér. Á meðan hleðst upp áhugavert efni. Nú í upphafi apríl […]
Skólaskylda fimm ára barna?
Í mars 2014 var gefin út skýrsla sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét gera um skólamál. Hún er í röð eða hluti af stærri skýrslu sem ber heitið; Skólar og menntun í fremstu röð og þessi er nefnd Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla. Í skýrslunni er stefnumótun sveitarfélaganna um samstarf þeirra á milli og það sem þau sjá sem framtíðarmúsík í skólamálum. Meðal þess […]
leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur
Það er svo merkilegt að reglulega heyrist umræða um að skólakerfið sé ekki að standa sig, að tíma barna sé ekki vel varið í leikskólum eða gæti alla vega verið betur varið þar. Raddir heyrast um að börnin þurfi að takast á við meira krefjandi „akademísk“ verkefni, það sé hægt að nota tímann til að […]
Réttlæti grunnur leikskólastarfs
Í lok þessara færslu má finna í PDF skjali erindi sem ég flutti á Menntakviku 3. október 2014, hér að neðan má finna örfáa punkta úr fyrirlestrinum. Flest okkar þekkja sögur H.C Andersen við höfum lesið þær og í leikskólum eru þær víða lesnar enn. Sögur snerta okkur á annan hátt en fræðigreinar, þær setja […]
Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna
Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]
Hin hljóða markaðsvæðing: Skólakerfi á krossgötum
Fyrir nokkrum vikum var ég beðin um að flytja erindi um markaðsvæðingu skólakerfsins á ráðstefnu VG um sveitarstjórnarmál sem haldin var 12. apríl 2014. Ég ákvað að slá til enda málið mér hugleikið. Margir hafa falast eftir erindi mínu og ákvað ég að setja það inn sem PDF skjal hér á vefinn minn fyrir áhugsama. […]
Sit upp á hól og góni
Ég sit upp á góðum hól með nokkur gleraugunasett mér við hlið og horfi yfir vettvang leikskólans. Ég er í önnum við að máta þessi gleraugu. Kynjagleraugu Stundum set ég upp kynjagleraugun, stundum set ég upp frjálshyggjugleraugun, stundum er það gleraugun sem hjálpa mér að greina hina félagslegu orðræðu sem ég set upp. Yfirleitt reyni ég […]
Fullorðin má ekki snerta mig
Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]
Hvað gera leikskólakennarar?
Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur […]
Leikskólinn? Er hann svo frábær?
Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]
Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey
Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri. Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82