Sarpur leikskólapólitík
Leikskólakennarar verkafólk tilfinninga
Kennarar í leikskólum gegna einstöku hlutverki sem „verkafólk tilfinninga“ (e. emotional labour). Þetta hugtak, sem Vincent og Braun (2013) hafa rannsakað, lýsir þeirri kröfu að kennarar verði sífellt að stjórna og miðla tilfinningum sínum faglega. Tilfinningar eru ekki aðeins hluti af persónulegu lífi þeirra, heldur verða þær hluti af fagmennsku þeirra
Af hverju er menntun leikskólakennara minna metin en annarra kennara?
Til að breyta þessari stöðu þarf samfélagið að endurskoða gildi leikskólamenntunar og fagna því að uppeldi ungra barna er krefjandi og mikilvægt starf sem krefst bæði mikillar þekkingar og ástríðu. Leikskólakennarar eru vissulega umönnunaraðilar – umönnun þeirra byggist á faglegri þekkingu, þeir eru fagfólk sem vinnur að því að leggja grunn að framtíð samfélagsins.
Jafnrétti í leikskólastarfi
Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]
Matmálstímar í leikskólum
Nýlega var fjallað um áhugaverða sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]
Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan
Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]
Leikskóli í krísu
Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra […]
Streituvaldar barna
Ég er hugsi, nú um stundir eru málefni leikskólans mér ofarlega í huga (eins og stundum áður). Ég velti t.d. fyrir mér samhengi hlutanna. Þó svo að allir sem mig þekkja viti að ég hef lengi haft áhyggjur af aðstæðum barna í leikskólum landsins er ekki svo að ég sé til í að skrifa allt […]
Það sem veldur álagi í leikskólum
Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu […]
Vinnuaðstæður leikskólakennara
Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi. […]
Ekki góð staða hérlendis samkvæmt OECD skýrslu um stöðu leikskólans
Í júní 2017 gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim m.a. á Íslandi. Ég var reyndar nokkuð hissa að finna hana ekki og umfjöllun um hana á síðu menntamálaráðuneytisins. En í henni er margt afar forvitnilegt og líka óþægilegt. Ég setti sumt úr skýrslunni inn á fésbók hjá mér en ákvað […]
Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin
Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin. Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi. Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á […]
Öll störf eru kvennastörf en skammist ykkar þið sem veljið þessi sígildu
Stundum þegar ég les að öll störf séu kvennastörf (og merkingin er að störf sem einu sinni voru talin karlastöf séu kvennastörf) og leiðin sé að brjóta upp kynbundið nám og starfsval, velti ég fyrir mér hvort ég sem hef valið mér hefðbundið kvennastarf eigi að skammast mín fyrir það val. Hvað skilaboð erum við […]
Leikskólinn í spegli Evrópu (2016)
Nú er komin út ný skýrsla frá Eurydice en hér er um að ræða bakgrunnsupplýsingar um allt skólakerfið frá leikskóla til háskóla (og svo tengsl við atvinnulífið). Minn áhugi beindist að leikskólanum og ég ákvað að taka þær myndir sem birtust í þeim kafla og setja inn í þessa færslu. Á það ber að benda […]
Matur og námsgögn í leikskólum borgarinnar
Um gjaldfrelsi á tímum niðurskurðar Einu sinni var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, eitt af því sem aldrei var sparað á þeim tíma var matur. Ég man varla eftir að hafa heyrt talað um að láta matarpeningana duga í þá daga. Nýlega ræddi ég við leikskólastjóra hjá borginni sem er stærsti rekstraraðili leikskóla í landinu, hún […]
Fagmaður eða framlengingarsnúra!
Í frumkvöðlafræðum er fólki kennt að semja lyfturæðu. Lyfturæða er ræða það sem þú selur hugmyndina þína á 15 -20 sekúndum. Svona eins og þann tíma sem tekur að fara á milli hæða í lyftu og það vill svo til að þú hittir akkúrat þá manneskju sem getur hjálpað þér að koma hugmyndinni þinni í […]
Viðurkennd stærðfræði
Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]
Borðið, magnarinn, reipið – myndlíkingar til að ræða um leikskóla
Hluti af vandamálinu er að koma upplýsingum á framfæri á mannamáli, sérfræðingar eru oft dálítið uppteknir af fagmálinu. Fyrir áratugum síðan fórum við hjónin með barnið okkar til sérfræðings sem spurði um eitt og annað. Ein spurningin var, „skreið hann krossað?“
Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar
Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]
Lausn eða snara – hugleiðingar um gjaldfrjálsa leikskóla
Gjaldfrjáls leikskóli, snara eða lausn nefndi ég hugleiðingu mína. Það skal tekið fram að ég sagði skipuleggjendum strax að ég hefði ekki tíma til að taka sama miklar tölur og pæla í efninu á þann hátt. Til þess var fyrirvarinn of stuttur og ég með og margt á minni könnu. Hinsvegar hef ég haft ýmsar […]
Skólaskylda fimm ára barna?
Í mars 2014 var gefin út skýrsla sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét gera um skólamál. Hún er í röð eða hluti af stærri skýrslu sem ber heitið; Skólar og menntun í fremstu röð og þessi er nefnd Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla. Í skýrslunni er stefnumótun sveitarfélaganna um samstarf þeirra á milli og það sem þau sjá sem framtíðarmúsík í skólamálum. Meðal þess […]
leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur
Það er svo merkilegt að reglulega heyrist umræða um að skólakerfið sé ekki að standa sig, að tíma barna sé ekki vel varið í leikskólum eða gæti alla vega verið betur varið þar. Raddir heyrast um að börnin þurfi að takast á við meira krefjandi „akademísk“ verkefni, það sé hægt að nota tímann til að […]
Réttlæti grunnur leikskólastarfs
Í lok þessara færslu má finna í PDF skjali erindi sem ég flutti á Menntakviku 3. október 2014, hér að neðan má finna örfáa punkta úr fyrirlestrinum. Flest okkar þekkja sögur H.C Andersen við höfum lesið þær og í leikskólum eru þær víða lesnar enn. Sögur snerta okkur á annan hátt en fræðigreinar, þær setja […]
Íslenski leikskólinn í Evrópskum spegli
Upplýsingar sem ég tók saman úr skýrslunni: Key Data on Early Childhood – Report Education and Care -Education and Training in Europe, 2014 Edition, Eurydice and Eurostat og varða Ísland. Ég hvet sem flesta til að rýna í skýrsluna, þar er margt merkilegt sem kemur fram. 17,4 % barna á Íslandi undir 6 ára eiga á hættu […]
Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna
Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]
Hin hljóða markaðsvæðing: Skólakerfi á krossgötum
Fyrir nokkrum vikum var ég beðin um að flytja erindi um markaðsvæðingu skólakerfsins á ráðstefnu VG um sveitarstjórnarmál sem haldin var 12. apríl 2014. Ég ákvað að slá til enda málið mér hugleikið. Margir hafa falast eftir erindi mínu og ákvað ég að setja það inn sem PDF skjal hér á vefinn minn fyrir áhugsama. […]
Uppeldisfræði hlustunnar – hvert barn er kór
Hvert barn er sinn eigin kór, er tilvísun í frægt ljóð um börn og hæfileika þeirra eftir Loris Malaguzzi (1988) en hann segir að Barnið fæðist með hundrað mál en níutíu og níu séu frá því tekin. Í Reggio Emilia er fólk upptekið að því að tengja leikskólastarf menningu, að skólarnir endurspegli þá menningu sem […]
Fullorðin má ekki snerta mig
Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]
Óstaðlaðir leikskólar
Síðustu 30 ár hafa margir leikskólar hérlendis og erlendis valið að kenna sig við hugmyndafræði sem ættuð er frá bænum Reggio Emilia á Ítalíu. Leikskólastarfið Í Reggio er víðfrægt og má nefna að margir helstu alþjóðlegu fræðimenn og hugmyndafræðingar um leikskólauppeldi eru þar fastagestir og leikskólarnir hafa verið valdir með því besta í heimi. Hugmyndafræðinni […]
Hvað gera leikskólakennarar?
Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur […]
Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?
Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa […]
Hjarta – hugur – hönd sjálfbærni í verki.
Í einu þeirra námskeiða sem ég kenni um þessar mundir er viðfangsefnið sjálfbærni. Sjálfbærni er hugtak sem hefur verið á ferðinni um íslenskt samfélag í nokkurn tíma en hefur nú náð að festa rætur. Í upphafi rugluðu margir því við sjálfsþurft (búskap t.d.) nú er skilningur almennings vonandi meiri og betri. Sjálfsagt er það samt […]
Leikskólakennarar þurfa að muna að setja súrefnisgrímuna á sig
Fækkun leikskólakennara hjá borginni um 2% er gríðarlega alvarlegt mál fyrir leikskólana þar. Því miður get ég ekki sagt að mér komi þessar tölur á óvart og er ein þeirra sem hef bent að þessi þróun væri í farvatninu. Ef borgin ætlar að snúa þróuninni við verður hún að vinna í vinnuaðstæðum starfsfólks. Fólk sem […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86