Kristin Dýrfjörð

Sarpur Reggio Emilia

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]

Leikur með vír

Að leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það […]

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]

Að undrast

Í mín eyru hafa leikskólakennarar í Reggio Emilia sagt frá því að þegar Malaguzzi hitti þá hafi hann haft fyrir venju að spyrja: „Yfir hverju hefur þú undrast í dag?“ Ein leið til að undrast daglega og oft á dag felst einmitt í uppeldisfræðilegri skráningu. Með skráningunni er starfið gert sýnilegt, nám barna og pælingar […]

Uppeldisfræðileg skráning og atferlisskráning

Hver er munurinn? Skáningu sem aðferð er beitt er bæði við atferlisathugun og uppeldisfræðilega skráningu. Hinsvegar skilur aðferðafræðin og tilgangurinn þessar tvær tegundir skráningar í sundur (Grieshaber og Hatch, 2003). Atferlisathugun er þýðing á  child observation en íslenska heitið uppeldisfræðileg skráning er þýðing á pedagogical documentation. Grieshaber og Hatch (2003) fjalla um almenna þróun skráningar, […]

Áhrif fjölmiðla á leik barna

Samkvæmt Aðalnámskrá á að tengja starfið í leikskólanum því umhverfi og menningu sem barnið lifir og hrærist í. Þar er lögð áherslan á þá menningu sem hægt er að skilgreina sem fullorðinsmenningu. Menning hefur m.a. verið skilgreind sem þær: Hugmyndir, gildi, reglur og norm sem við meðtökum frá eldri kynslóðum og við viljum að næst […]

Uppeldisfræði hlustunnar – hvert barn er kór

Hvert barn er sinn eigin kór, er tilvísun í frægt ljóð um börn og hæfileika þeirra eftir Loris Malaguzzi (1988) en hann segir að Barnið fæðist með hundrað mál en níutíu og níu séu frá því tekin. Í Reggio Emilia er fólk upptekið að því að tengja leikskólastarf menningu, að skólarnir endurspegli þá menningu sem […]

Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

  Er munur á að hlusta á börn eða elta hugmyndir barna?  Áður en ég kem að því vil ég fá að deila með lítilli frásögn með lesandanum, sumir geta meira að segja speglað sig í henni. Vorið 2008 hlustaði ég á kynningu á þróunarverkefni í leikskóla. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni margra leikskóla til […]

Óstaðlaðir leikskólar

Síðustu 30 ár hafa margir leikskólar hérlendis og erlendis valið að kenna sig við hugmyndafræði sem ættuð er frá bænum Reggio Emilia á Ítalíu. Leikskólastarfið Í Reggio er víðfrægt og má nefna að margir helstu alþjóðlegu fræðimenn og hugmyndafræðingar um leikskólauppeldi eru þar fastagestir og leikskólarnir hafa verið valdir með því besta í heimi. Hugmyndafræðinni […]

Ljósaborð

Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt. Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið […]

Slóð á Reggio Emilia

Hér má finna ýmislegt sem tengist leikskólastarfi í anda Reggio Emilia. Athugið að neðst á stiku á forsíðu má finna flýtihnapp á sömu síðu.

list og list – að byggja ofan á þekkingu

Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á  íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í […]

Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið

Vorið 2011 voru sýndir heimildaþættir á RÚV um samtímaljósmyndara. Einn þeirra er franskonan Sophie Calle. Það sem einkennir list hennar er að hún beitir myndavélinni og sjálfri sér eins og rannsóknartæki.  Verk hennar eru yfirleitt ferilverk, ljósmyndir og texti sem vinna saman. Hún velur sér hugmynd eða concept og fylgir því alla leið, svona eins og við sem […]

Tengsl lista og leikskólastarfs

 Ítalski listamaðurinn Bruno Munari (1907 -1998) taldist til annarar kynslóðar framtíðarlistamanna á meðal samtíðarmanna, aðrir sáu í honum sterk tengsl við hugmyndafræði súrrealista. Hann var gjarnan kallaður Enfante terrible sinnar kynslóðar. Sá óþægi sem ekki fellur að rammanum, sá sem með list sinni að skilgreinir sig að hluta utan rammans. Hjá honum voru mörk listgreina […]

Þátttökuaðlögun

Þátttökuaðlögunin byggist á þeirri hugmynd að börnin og foreldrarnir séu að læra að vera í leikskólanum, nái að kynnast honum saman, en ekki á að börnin séu að venjast því að vera aðskilin foreldrum sínum. Jafnframt að tími gefist fyrir leikskólakennara að kynnast barninu sem hluta af fjölskyldu og sem hluta af stærri barnahóp. Framkvæmdin […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar