Sarpur Uncategorized
Að skapa leikheima með börnum
og viðurkenna mismunandi kveikjur í leik Ég er að lesa skemmtilega bók um sögur í leikjum barna. Einn kaflinn fjallar um mikilvægi þess að viðurkenna ofurhetjur í leik, sem iðulega sést meira í leik stráka en stelpna. Höfundur sagðist hafa ákveðið í stað þess að reyna alltaf að brjóta upp þessa tegund leikja tók hún […]
Leikur barna með stafrænt leikefni
Nýlega kom út bókin Children’s Rights in a Digital World: Play, Design and Practice, hjá Springer forlagi, þar sem fjallað er um réttindi barna í stafrænum heimi. Þar er kafli eftir mig og Önnu Elísu Hreiðarsdóttur um rannsókn með börnum sem sett var upp í leikskóla á Akureyri. Ég ákvað að þýða tvo hluta okkar […]
Laupur, lifandi eða dauður
Ég borgaði ekki hýsingrgjaldið fyrir síðuna Laup, þegar hún var á endurnýjun, hef nefnilega stundum velt fyrir mér gagnsemi hennar. En hef samt haldið henni úti frá því í apríl 2012. Fyrir um hálfum mánuði lokaði hún og hvarf af netinu. Einn notandi hafði samband, vantaði upplýsingar sem ég hafði ekki. Hef nefnilega aldrei vistað […]
The virus is just as a normal part of the play as any other shovel
„Virus has become a natural part of children’s play in my preschool,“ Guðrún Alda wrote to Kristín last February 5. At that time, there was daily news of the coronavirus disaster in China. We, as a nation, did not expect the coronavirus to spread to Iceland so quickly and become such a big part of […]
Matmálstímar í leikskólum
Nýlega var fjallað um áhugaverða sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]
Makerspaces eða sköpunarrými
Hvað er makerspace eða sköpunarrými? Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine […]
Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna
Í október lagði ég fyrir könnun þar sem ég spurði hvað starfsfólk leikskóla telur gefandi í starfi, hvernig það skilgreinir fyrirmyndar samstarf innan leikskóla og að lokum spurði ég um atriði sem fólk telur mest um vert að vinna að innan leikskólans. Ég sagði frá fyrstu greiningu á gögnunum á fundi Bernskunnar – Íslandsdeildar OMEP, […]
Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan
Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]
Leikskóli í krísu
Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra […]
Streituvaldar barna
Ég er hugsi, nú um stundir eru málefni leikskólans mér ofarlega í huga (eins og stundum áður). Ég velti t.d. fyrir mér samhengi hlutanna. Þó svo að allir sem mig þekkja viti að ég hef lengi haft áhyggjur af aðstæðum barna í leikskólum landsins er ekki svo að ég sé til í að skrifa allt […]
Það sem veldur álagi í leikskólum
Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu […]
Vinnuaðstæður leikskólakennara
Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi. […]
Ekki góð staða hérlendis samkvæmt OECD skýrslu um stöðu leikskólans
Í júní 2017 gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim m.a. á Íslandi. Ég var reyndar nokkuð hissa að finna hana ekki og umfjöllun um hana á síðu menntamálaráðuneytisins. En í henni er margt afar forvitnilegt og líka óþægilegt. Ég setti sumt úr skýrslunni inn á fésbók hjá mér en ákvað […]
Þetta um elstu börnin í leikskólanum
Til að skilja hvernig hugmyndafræði grunnskólans togar leikskólafræðina til sín er gagnlegt að skoða umræðuna um elstu börnin í leikskólanum og hvernig hún hefur þróast. Umræðan um elstu börn leikskólans er ekki ný af nálinni. Hér áður fyrr hófu íslensk börn grunnskólagöngu 7 ára. Þó sóttu mörg börn nokkurra vikna vorskóla og önnur fóru í […]
Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin
Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin. Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi. Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á […]
Öll störf eru kvennastörf en skammist ykkar þið sem veljið þessi sígildu
Stundum þegar ég les að öll störf séu kvennastörf (og merkingin er að störf sem einu sinni voru talin karlastöf séu kvennastörf) og leiðin sé að brjóta upp kynbundið nám og starfsval, velti ég fyrir mér hvort ég sem hef valið mér hefðbundið kvennastarf eigi að skammast mín fyrir það val. Hvað skilaboð erum við […]
Við viljum fleiri karla í leikskólana
Það hefur löngum verið ljóst að það starfa færri karlar en konur í leikskólum. Það er líka ljóst að það skiptir máli að þar starfi hæft og hugsandi fólk af öllum kynjum. Og við vitum að stundum þarf átak til að sýna fólki fram á gildi leikskólans og reyndar ýmissa annarra stofnana samfélagsins. Fjölgum […]
Aðlögun – febrúar 2017
Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á […]
Orðsporið – Framtíðarstarfið
Forseti Íslands og aðrir gestir Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 1924 til að mennta íslensk börn, það hét reyndar eitthvað annað á þeim tíma, forða ungum börnum frá frá soll, götulífi og vondum húsakynum, en menntun var það sannarlega sem upp á var boðið. Seinna stóð Sumargjöf, að áeggjan Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu í Laufásborg sem þá […]
Til þess er leikurinn gerður
Í dag 4. febrúar 2017 er haldið upp á við Háskólann á Akureyri að 20 ár eru síðan að leikskólakennaranám hófst þar. En Háskólinn á Akureyri reið á vaðið, þar var fyrsta háskólanám fyrir leikskólakennara á Íslandi. Reykjavík fylgdi svo í kjölfarið. Við verðum með málþing í tilefni þessara tímamóta, sem er auðvitað í leiðinni […]
Myndin af Tindastól
Árið 2013 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Orðsporið á degi leikskólans. En það er viðurkenning sem Félög leikskólakennara, Samband sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið veita. Í tilefni þess var ég beðin um að skrifa litla hugleiðingu í Skólavörðuna. Ég ákvað að rifja upp mína eigin skólagöngu og þá sem höfðu áhrif á mig. Áðan rakst […]
Matur og námsgögn í leikskólum borgarinnar
Um gjaldfrelsi á tímum niðurskurðar Einu sinni var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, eitt af því sem aldrei var sparað á þeim tíma var matur. Ég man varla eftir að hafa heyrt talað um að láta matarpeningana duga í þá daga. Nýlega ræddi ég við leikskólastjóra hjá borginni sem er stærsti rekstraraðili leikskóla í landinu, hún […]
Fagmaður eða framlengingarsnúra!
Í frumkvöðlafræðum er fólki kennt að semja lyfturæðu. Lyfturæða er ræða það sem þú selur hugmyndina þína á 15 -20 sekúndum. Svona eins og þann tíma sem tekur að fara á milli hæða í lyftu og það vill svo til að þú hittir akkúrat þá manneskju sem getur hjálpað þér að koma hugmyndinni þinni í […]
Viðurkennd stærðfræði
Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]
Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar
Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]
Gaggala tutti
Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]
Stundum er kveðjustund barna og foreldra erfið
Einhvertíma skrifaði ég um kveðjustund í leikskólanum og finnst sú frásögn alveg eiga heima hér. Efnið er ekki ókunnugt mörgum leikskólakennurum og foreldrum og í raun svolítið sígilt. Í leikskóla einum fyrir mörgum, mörgum árum var barn sem grét og grét og kveðjustundin var endalaust dregin á langinn. Barnið var kjökrandi og foreldrar nánast líka. […]
Leikdeig án salts
Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]
Leikur með vír
Að leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það […]
Leikdeig – þægileg uppskrift
Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]
Hádegislúrinn
Á dagheimilum* fyrri tíma fengu nær öll börn sér lúr í hádeginu, sumu sváfu önnur lúrðu og hlustuðu á sögur. Þetta var nær undantekningalaust. Svo fór að bera á því að lúrinn fékk nýtt yfirbragð, varð að rólegri stund, við dund eða jafnvel lestrarstund í lestrarkrók. Eldri börnin hættu að sofa og hvíldardýnur með tilbehör […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86