Kristin Dýrfjörð

Sarpur Yngstu börnin

Hversvegna skiptir máli að halda bókum að yngstu börnunum?

Á meðfylgjandi mynd er um árs gömul stelpa að skoða bók af miklum áhuga. Hún bendir, snýr blaðsíðum og virðist algjörlega upptekin af verkefninu. Myndin sýnir mikilvægi þess að halda bókum að börnum frá því þau eru nokkra mánaða gömul.

Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)

Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.

Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska

Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.

Merkingabærar samræður skipta mestu fyrir málþroska barna, ný alþjóðleg rannsókn

Það sem skiptir máli er þátttaka í samtalinu. Í því samhengi má auðvitað velta fyrir sér hvort að t.d. mjög fjölmennar samverustundir bjóði upp á slíkt fyrir öll börn. Það má líka velta fyrir sér hvernig samtölum með raunverulegri þátttöku barna reiðir af í fimm ára bekkjum sem nú eru í umræðunni á meðal sums stjórnmálafólks. Þar sem iðulega er lögð áhersla á meira akademiskt nám fyrir börn og minni leik. En hér kemur greinin.

Dundað í vísindasmiðju

Á svæðið kom nokkur hundruð manns, og ég átti erfitt með að vera alltaf búin að raða og flokka efniviðinn, þó svo að ég hafi gert mitt besta, hann rann saman á milli svæða, undir húsgögn og um allt gólf. Eins og gerist þar sem tugir barna koma saman í leik.

Minn ætlar að … – mikilvægi sjálftals

Börn yfirfæra á eigin gjörðir félagslega, menningarlega og hugræna reynslu sem það aflar sér í samtölum við þá sem eru í umhverfinu með því að vinna með þær upplýsingar í samtali við sjálf sig (sjálftalið). Í þessu samtali sem barnið á við sig, þá skoðar það hluti frá sjónarhornum annarra, mátar svör sín og reynslu og þróar í leiðinni bæði heilann og hugarstarfsemi. En það er ekki bara hlutverk foreldra að hjálpa barninu til þroska. Samskonar ferli þarf að eiga sér stað í leikskólanum til að styrkja og styðja við sjálftal barna. En þá getur einhver spurt hvers vegna er sjálftal mikilvægt?

Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku

Að það þarf að gæta þess að það séu alhliða tækifæri sem styðja  og ýta við öllum börnum.

Það þarf að skoða betur þá ramma sem settir eru um leik barna, sérstaklega þarf að skoða hvernig aðstæður tryggja samfelldan langan leik, þar sem börn fá tækifæri til að sökkva sér í það sem þau hafa áhuga á hverju sinni.

Almennt þarf að styðja við leik þannig að ÖLL börn eigi rík tækifæri til að sökkva sér í leik, líka þau börn sem eiga erfitt með það

Leikskóli er ekki sama og leikskóli

Nú á sér stað mikil umræða um yngstu börnin og leikskólann. Margir eru þeirrar skoðunar að best sé að lengja foreldraorlof og gefa þannig foreldrum sjálfum kost á að sjá um sín börn fyrstu æviárin. Aðrir telja að það þurfi að byggja fleiri leikskóla sem eru sérhannaðir fyrir yngstu börnin og svo eru sumir sem […]

Svefn – hvíld leikskólabarna

Svefn og hvild barna hefur verið umræðuefni í leikskólum landsins svo lengi sem elstu kerlingar  (og karlar) muna. Oft vegna þess að hugmyndir og óskir foreldra fara ekki saman við hugmyndir og skipulag leikskólans. Sennilega er það svo að það verður aldrei fullkominn samhljómur þarna á milli. Fæsta leikskólakennara langar að vera í slag við foreldra […]

Sameinuð athygli

Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum […]

Aðlögun – febrúar 2017

Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á […]

Sjónvarpsgláp núll til þriggja ára barna

Iðulega birtast áhugaverðar greinar í erlendum miðlum, greinar sem mér finnst alveg eiga erindi við leikskólafólk og foreldra. Stundum tek ég grein til hliðar og ætla að skrifa um hana litla færslu seinna. Þetta seinna á það til að vera nokkuð teygjanlegt hugtak hjá mér. Á meðan hleðst upp áhugavert efni. Nú í upphafi  apríl […]

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]

Stundum er kveðjustund barna og foreldra erfið

Einhvertíma skrifaði ég um kveðjustund í leikskólanum og finnst sú frásögn alveg eiga heima hér. Efnið er ekki ókunnugt mörgum leikskólakennurum og foreldrum og í raun svolítið sígilt. Í leikskóla einum fyrir mörgum, mörgum árum var barn sem grét og grét og kveðjustundin var endalaust dregin á langinn. Barnið var kjökrandi og foreldrar nánast líka. […]

Yngstu börnin í leikskólanum

Í útlöndum eru hagfræðingar sem hafa tekið að sér að reikna út samfélagslegan ágóða af því að börn komist sem fyrst inn í leikskóla og ekki bara leikskóla heldur skóla þar sem gæði eru mikil. Einn þessara hagfræðinga sem mikið er vitnað til er James Heckman en hann hlaut einmitt nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2000 og […]

Tilfinningar og traust – stórra og smárra í leikskólanum

Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir um yngstu börnin og starfið með þeim. Í Noregi er t.d. stórt rannsóknarverkefni í gangi þar sem aðstæður og menntun yngstu barnanna eru í kastljósinu. Meðal þess sem þar kom fram er að starfsfólk er ekki í nógu miklum tilfinningatengslum við yngstu börnin (Jonassen, 2016). Við […]

Leikdeig án salts

Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]

Leikdeig – þægileg uppskrift

Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]

Hádegislúrinn

Á dagheimilum* fyrri tíma fengu nær öll börn sér lúr í hádeginu, sumu sváfu önnur lúrðu og hlustuðu á sögur. Þetta var nær undantekningalaust. Svo fór að bera á því að lúrinn fékk nýtt yfirbragð, varð að rólegri stund, við dund eða jafnvel lestrarstund í lestrarkrók. Eldri börnin hættu að sofa og hvíldardýnur með tilbehör […]

Fornaldarviðhorf í Hafnarfiði – lokun leikskólans Bjarma

Ungbarnaleikskólinn Bjarmi var stofnaður í Hafnarfirði 2008, frá upphafi hefur markmið hans verið að þróa gæðaleikskólastarf með yngstu borgurunum. Í byrjun var hann opinn öllum hópum en hin síðari ár hefur hann helst gengt félagslegu hlutverki fyrir utan að vera iða hugmynda um starf með yngstu börnunum. Félagslegt hlutverk hans birtist ekki síst í að […]

Lýðræði með eins til þriggja ára – samverustundir

Í nýjasta Bagspejlet er m.a. fjallað um rannsókn á samverustundum með yngstu börnunum, möguleg áhrif þeirra og þátttöku. Rannsóknina gerðu þær Eide, OS og Samuelsson (2012) og hún tekur til mikilvægi þess að leikskólakennarinn þori og geti svolítið leikið af fingrum fram, þori að grípa boltann frá börnunum og gefa hann aftur. Í umfjölluninni er […]

Öryggislaus börn – tilfinningalega vanrækt börn

Í Bretlandi var nýlega fjallað um rannsóknir á tengslum ungra barna og foreldra. Helstu niðurstöður eru í þá átt að eitthvað mikið sé að í tenglamyndun um 40% barna og foreldra þeirra, tengslin séu ekki eins sterkt og þau ættu að vera.  ÞAð er forvitnilegt að vita hvernig þessu er farið hér? Tengslaskortur er aðallega […]

Fullorðin má ekki snerta mig

Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]

Leikur ungbarna

Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]

Könnunarleikur

Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar