Kristin Dýrfjörð

Sameinuð athygli

New Picture (6)

Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum einstaklingi á og þeir deila síðan saman augnaráði.

Í fyrstu rannsókninni á viðfangsefninu komust Scaife og Bruner að því að flest 8 – 10 mánaða börn fylgdu ábendingu en nær öll 11 -14 mánða börn gerðu það. Rannsóknin leiddi líka í ljós að fullorðin gat með augnaráðinu einu saman beint athygli barns í tiltekna átt eða að tilteknum hlut. Margir þekkja að eitt fyrsta orð margra barna er sjáðu eða sko, „Sko ljósið, sjáðu fuglana“. Það eru einmitt dæmi um hvernig fullorðnir ósjálfrátt nýta sér að beina athygli barna og kenna þeim.

 

Scaife, M., & Bruner, J. S. (1975). The capacity for joint visual attention in the infant. Nature, 253, 265. doi:10.1038/253265a0

 

Tags: ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar