Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?
Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar.
Leikskólakennarar þurfa að hugsa bæði djúpt og hátt, þröngt og vítt. Stundum að vera eldsnöggir og stundum ofurhægir. Vera snillingar í að sjá að lítill vísir er oft merki um eitthvað stærra og meira.
Verkefni eins og vísindasmiðja á Vetrarhátíð í Reykjavík er dæmi um verkefni sem þar sem mörgum mismunandi greinum er stefnt saman. Náttúrfræði, sjónlist, leik, stærðfræði, eðlisfræði, og … Fyrir marga dæmi um dæmigert leikskólastarf.
Sorry, the comment form is closed at this time.