Tashkent-yfirlýsingin um umönnun og menntun ungra barna (ECCE)
Hér verður fjallað um helstu atriði Tashkent-yfirlýsingarinnar um umönnun og menntun ungra barna (ECCE) sem gerð var á ráðstefnu UNESCO þann 16. nóvember 2022, UNESCO í Úsbekistan
Hér má skoða umfjöllun um yfirlýsinguna og stöðuna á Íslandi

Tashkent-yfirlýsingin, var viðurkennd sem opinbert skjal á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á opinber tungumál SÞ—og dreift til allra aðildarríkja og sérstofnana SÞ. Þessi viðurkenning undirstrikar mikilvægi yfirlýsingarinnar á alþjóðavettvangi.
Markmið yfirlýsingarinnar:
- Staðfesta rétt allra barna (frá fæðingu til 8 ára) til gæðaumönnunar og menntunar.
- Styrkja pólitískan vilja og aðgerðir ríkja til að þróa réttindamiðaða og aðgengilega stefnu í leikskólamálum.
- Efla fjárfestingu – bæði ríkisfjármagn og alþjóðlega þróunaraðstoð – í leikskólastarfi sem hluta af sjálfbærri þróun og ævilöngu námi.
Helstu forsendur og áskoranir:
- Leikskólastigið hefur hlotið of litla athygli í stefnumótun og fjárfestingu, þrátt fyrir að ójöfnuður í þroska og námi byrji snemma og viðhaldist oft út ævina.
- COVID-19 og loftslagsbreytingar hafa grafið undan velferð barna, skert gæði leikskólastarfs og aukið ójöfnuð.
- Þrátt fyrir nokkurn árangur í átt að markmiðum SDG 4.2 (um leikskólamenntun) er árangur enn brotakenndur, skortur á samræmingu og vanfjármögnun víða í heiminum.
Leiðarljós og lykilstefna:
- Jöfn og aðgengileg gæðamenntun fyrir öll börn, með áherslu á viðkvæm hópa.
- Leikskólanám á að vera leikmiðað, viðurkenna móðurmál barna, meðvitað um náttúru og jafnrétti kynja. Nýja þróun í leikskólafræðum skal hafa til hliðsjónar við gerð námskrár.
- Vernda rétt barna í kreppum og átökum, t.d. með úrvinnslu úr áföllum og geðrænum stuðningi.
- Gæta að vellíðan og þroska barna með góðri næringu, heilsu, öruggu umhverfi og hlýju sambandi við umönnunaraðila.
- Gæði og eftirfylgni – stefna, framkvæmd og árangur leikskólastarfs á að byggja á rannsóknum.
- Styrkja flæði milli leikskóla og grunnskóla – tryggja að minnsta kosti eitt ár ókeypis leikskólamenntun fyrir öll börn með skólaskyldu.
Um starfsfólk leikskóla:
- Mikil áhersla er lögð á menntun, símenntun og réttindi leikskólakennara og starfsfólks.
- Lagt er til að kjör og virðing leikskólakennara verði sambærileg grunnskólakennurum.
- Kallað er eftir betri regluverki fyrir starfsfólk í einkareknum leikskólum.
- Foreldrar og umönnunaraðilar skulu njóta stuðnings, t.d. í gegnum fræðslu, fjárhagsstuðning og sveigjanleg vinnuskilyrði.
Nýsköpun og stafrænt jafnræði:
- Byggja skal stefnu og starfsemi á vísindalegri þekkingu og staðbundinni reynslu.
- Stafræn tækni getur eflt aðgengi, en þarf að vera örugg, siðferðileg og ekki valda frekari mismunun.
- Leikur, lærdómur og tengsl barna við samfélag og náttúru geta átt sér stað á margvíslegum stöðum: leikvöllum, bókasöfnum, hverfum og heimilum.
Stjórnsýsla og fjármögnun:
- Ráðlagt er að taka upp samþætta, þverfaglega nálgun í stefnumótun leikskólamála – með samvinnu ráðuneyta og samfélags.
- Ríki ættu að veita að minnsta kosti 10% af fjármagni sem fer til menntunar í leikskólastarf.
- Mikilvægt er að bæta gagnasöfnun og eftirlit með framkvæmd stefnu og árangri (SDG 4.2).
Aðgerðaáætlun og skuldbindingar:
Ríki, alþjóðasamfélagið og UNESCO skuldbinda sig til að:
- Gera leikskólastarf að hluta af menntunar- og velferðarstefnu.
- Fjölga menntuðum leikskólakennurum og bæta starfsskilyrði þeirra.
- Fjárfesta í stuðningi við foreldra og fjölskyldur.
- Tryggja gæði, aðgengi og jöfnuð í leikskólamenntun.
- Taka virkan þátt í þróun, mati og umbótum á alþjóðlegu og innlendu leikskólastarfi.
UNESCO. (2022). Tashkent Declaration and Commitments to Action for Transforming Early Childhood Care and Education. https://www.unesco.org/sites/default/files/medias/fichiers/2022/11/tashkent-declaration-ecce-2022.pdf
Sorry, the comment form is closed at this time.