Kristin Dýrfjörð

Við viljum fleiri karla í leikskólana

SAM_3112Það hefur löngum verið ljóst að það starfa færri karlar en konur í leikskólum. Það er líka ljóst að það skiptir máli að þar starfi hæft og hugsandi fólk af öllum kynjum. Og við vitum að stundum þarf átak til að sýna fólki fram á gildi leikskólans og reyndar ýmissa annarra stofnana samfélagsins.

 

Fjölgum leikskólakennurum

Um nokkurra ára skeið hefur staðið yfir verkefni sem felst í að fjölga leikskólakennurum, bæði konum og körlum. Reyndar fékk það verkefni Orðsporið fyrir réttum mánuði síðan (6. febrúar 2017). Hluti þess hóps sem samanstendur af  kennaradeild Háskólans á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Samband íslenskra sveitarfélaga ákváðu í framhaldið að sækja um styrk til Janfréttissjóð Íslands fyrir verkefnið, Karlar í yngri barna kennslu“ Markmiðið verkefnisins er að ýta undir að karlar komi til starfa innan leikskólans og öfluðu sér menntunar sem leikskólakennarar. Skemmst er frá því að segja að verkefnið þótti áhugavert og fékk styrk reyndar ekki nema hluta af því sem sótt var um. En þannig er það stundum.

Verkefnið karlar í yngri barna kennslu

Meðal þess sem ætlað var að gera sem hluti af verkefninu var að ráða verkefnisstjóra sem átti að hafa það hlutverk að kynna starf leikskólakennara í framhaldsskólum og og víðar. Það var klárt frá upphafi að markhópurinn væri karlar, að hvetja karla til að sjá leikskólann sem góðan starfsvettvang og velja sér sem lífstarf að kenna okkar yngstu börnum. Því miður segir tölfræðin okkur að karlar eru ólíklegri en konur til að velja þennan starfsvettvang. En eins og ég kom að hér að framan fékk verkefnið ekki þann styrk sem til þurfti til að halda út stöðu verkefnisstjóra og borga það sem því tengdist. Því var ákveðið að fara þá leið að ráða til starfsins ekki bara einn verkefnisstjóra heldur fleiri, fá karla sem stefndu á að mennta sig til starfsins (það var jú hópurinn sem peningarnir fengust til að ná til). Með því að fá karla til að sækja um meistaranám í leikskólakennarafræðum taldi hópurinn sig vera að slá tvær flugur í einu höggi. Annrasvegar að fjölga körlum á lokastigi námsins en samtímis gera starfið sýnilegt (það fylgir nefnilega að þeir sem hljóta styrk eigi að blogga um námið, kynna hvað þeir eru að gera, halda út tvíti og fési og allara handa umræðu á samfélagsmiðlum). Þeir sem ráðnir verða fá svo greitt þegar leyfisbréf eru í höndum þeirra.

Nú er staðan þannig að karlar sem eru t.d. beð BA eða BS gráðu í öðrum greinum geta sótt um að klára meistaragráðu í leikskólakennarafræðum og fá þannig leyfisbréf og svo vildum við auðvitað ná til þeirra sem eru með B.ed gráðu og hvetja þá til að klára M.Ed gráðu.

Er verkefnið löglegt?

Við veltum að sjálfsögðu fyrir okkur hvort verkefni væri löglegt, jú það er það, það fellur undir  sértækar aðgerðir í jafnréttismálum. Áður en farið var af stað var það var borið undir bæði lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofu.

 

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar