Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku
Ung börn í skuggaleik
Dagur á yngstu deild
Í leikskólanum leikur Sólveig sér við mjólkurkasssa, annað barn kemur að og ýtir við henni svo hún dettur. Sem betur fer er leikskólakennari til staðar sem veit að það skiptir máli að viðurkenna og setja orð á tilfinningar beggja barna og sem styður börnin til að halda sameiginlegum leik með kassann áfram.
Því miður er ekki öll börn jafn heppin og hún Sólveig, þau eru ekki öll í leikskólum þar sem starfsfólk skilur mikilvægi þess að staðfesta og viðurkenna líðan barna og aðstoða þau til að taka næstu skref. (Line Buer Bjerre, 12 maí 2023)
Ég var að lesa nýja skýrslu (gefin út 12. maí 2023) um stöðu mála á yngstu deildum og hjá dagforeldrum í Danmörku. Hér renni ég yfir helstu niðurstöður um stöðu mála í leikskólum sem Dönum finnst einfaldlega óásættanleg og vilja breytingar. Í lok skýrslunnar eru ábendinga og umræðupunktar, til kjörinna fulltrúa sveitarfélaga, ráðgjafa og til starfsfólks leikskóla. Mér finnst gott að sjá að lögð er áhersla á að skoða leikumhverfi og hvernig það styður við þroska barna, ekki pakka sem eru oft tímabundnar lausnir og ef til til þess fallnir að fela vandamál. Það er t.d. eitt að vera með málörvun í sem hluta af pakka og annað að styðja við málörvun og félagsleg samskipti barna í raunverulegum leik þeirra í milli.
Rannsóknin fór fram í 99 leikskólum (172 deildum fyrir yngri en 3 ára) sem voru valdara af handarhófi og telja höfundar sig almennt geta yfirfært niðurstöður á leikskóla í Danmörku. Tekin voru 20 viðtöl og svo eru gögn frá heimsóknum rannsakenda í leikskólana. Sambærileg könnun var gerð á meðal dagforeldra.
Leikur barna og náms- og þroskatækifæri
Efniviður og tækifæri til leikja hæfir aldri, en eru of fá. Leikurinn hefur ekki nægt rými og það eru skortur á starfsfólk hjálpi börnum að fara inn í leik, vera þátttakendur í leik og þau fái tækifæri til að sökkva sér í hann. Sem dæmi tekur starfsfólk fram leikefnivið eins og púsl en á það til að láta börnin síðan afskiptalaus. Börnum í samhliðaleik í sameignlu leikrými er t.d. ekki hjálpað til að hefja samskipti.
Í um 40% tilfella var efniviður ekki aðgengilegur börnum. Tækifæri til leikja og efniviður er líka of einhæfur. Leikurinn er allt of oft brotinn upp, t.d. með morgunmat og samveru. Í flestum leikskólum fengu börn ekki tækifæri til gefandi leiks með hvert öðru og starfsfólki. Starfsfólk átti erfitt með að fara inn í leik og styðja við og hjálpa börnum að þróa hann, og hjálpa börnum sem ekki gátu sjálf farið í leik að byrja og styðja þau til að vera í leik.
Á um helming deilda er starfsfólk raunverulega til staðar fyrir börnin. Færri en 43% starfsfólks er stundum og eða sjaldan næm á líðan og aðstærðu barna og sömuleiðis um 50% sem aðeins stundum eða sjaldan staðfesta og viðurkenna líðan barna, sem felur í sér að setja orð á, ræða við börnin um það sem þau eru að gera að upplifa, eða fylgja í spor barna.
Þegar litið er til gæða í leiksamhengi eru tölurnar að á:
7% deilda eru aðstæður góðar, 39% er þær í lagi, 42% deila er þeim ábótavant og 11% deilda eru aðstæður slæmar. Það er og sláandi engin leikskóladeild fékk einkunnina frammúrskarandi.
Skýrsluhöfundar benda sérstaklega á þrjú atriði
- Að það þarf að gæta þess að það séu alhliða tækifæri sem styðja og ýta við öllum börnum.
- Það þarf að skoða betur þá ramma sem settir eru um leik barna, sérstaklega þarf að skoða hvernig aðstæður tryggja samfelldan langan leik, þar sem börn fá tækifæri til að sökkva sér í það sem þau hafa áhuga á hverju sinni.
- Almennt þarf að styðja við leik þannig að ÖLL börn eigi rík tækifæri til að sökkva sér í leik, líka þau börn sem eiga erfitt með það.
Deildir og mönnun
Í dönskum leikskólum eru 4% leikskóladeilda fyrir börn undir 3ja án leikskólakennara og 10% BARA með einum leikskólakennara samkvæmt rannsókninni.
Meðaltakstölur fyrir leikskóladeildirnar:
- 12 börn á deild.
- Um 3 börn á starfsmann dagana sem rannsókn átti sér stað.
- Um 8 börn á leikskólakennara dagana sem rannsókn átti sér stað.
- 4% deilda ekki með leikskólakennara.
Um starfsfólkið
- 48 % eru leikskólakennarar.
- 32 % eru – leikskólaliðar.
- 9 % ófaglærðir.
- Um fimm ára meðaltals starfsaldur á deildinni.
- 7 % fjarvera að meðaltali á meðal starfsfólks.
- Hver stjóri með að meðaltali 17 starfsmenn.
Aðlokum er leikskólar beðnir um að spegla sjálfa sig í gögnunum. Þekkja þeir sig í þeim sögum sem þarna eru sagðar. Kannski gætu íslenskir leikskólar líka gert það.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða betur það sem fram kemur er bent á að lesa skýrsluna.
VIVE, EVA (2023). Kvalitet i dagtilbud National undersøgelse af kvalitet i pædagogiske læringsmiljøer og rammer i kommunale daginstitutioner og dagplejen for 0-2-årige børn. EVA
Sorry, the comment form is closed at this time.